Innlent

Margrét í borgarmálin

Margrét Sverrisdóttir gefur kost á sér í annað sætið á lista Frjálslynda flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2006. Frjálslyndi flokkurinn hóf kosningabaráttu sína í dag.  Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins, og Margrét kynntu helstu málefni flokksins varðandi borgarmálin í dag. Ólafur segist vera bjartsýnn á góðan árangur flokksins í komandi borgarstjórnarkosningum og að flokkurinn stefni á að ná oddaaðstöðu að loknum kosningum með því að ná tveimur mönnum inn í borgarstjórn. Ólafur segir það líklegt að R-listinn missi áttunda mann sinn úr borgarstjórn og að því geti skapast vænleg staða fyrir Frjálslynda flokkinn við myndun næsta meirihluta borgarstjórnar. Hann segir fundinn í morgun vera fyrstu skref Frjálslynda flokksins í kosningabaráttunni. Aðspurður hvort honum finnist ekki fullsnemmt að hefja kosningabaráttuna núna segir Ólafur svo ekki vera. Flokkurinn vilji snúa sér að átökum um málefni en ekki menn, eins og virðist ætla að verða raunin með R- og D-listann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×