Innlent

Eignarhlutur konunnar 15%

Helmingaskipti við skilnað gilda ekki um fólk í óvígðri sambúð miðað við dóm Hæstaréttar í dag. Dómurinn fjallaði um mál pars sem var í sambúð í fjögur ár. Þegar upp úr slitnaði hafði parið keypt íbúð, sem karlmaðurinn hafði þó greitt öll gjöld af, og greitt útborgun með hagnaði af íbúð sem hann átti áður einn. Hann var jafnframt launahærri en rétturinn taldi sanngjarnt að líta til þess að konan var heimavið í kjölfar barneigna. Að auki bjó parið um skeið leigufrítt hjá foreldrum konunnar. Af þessum sökum taldi Hæstiréttur sanngjarnan eignarhlut konunnar í íbúð parsins fimmtán prósent.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×