Innlent

Örvæntingarfullt hjá borgarstjóra

"Þetta er örvæntingarfullt útspil borgarstjóra nú þegar barnafólk hefur verið að flýja til nágrannasveitarfélaganna vegna hárra skatta, gjalda og lóðarskorts," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann bendir á að í stjórnartíð R-listans hafi leikskólabörnum í Reykjavík fækkað um fimm hundruð en á sama tíma hafi þeim fjölgað um fimm hundruð í Kópavogi . Guðlaugur Þór telur að þessi áform beri vott um valdabaráttu innan R-listans. Steinunn Valdís komi með þetta útspil til að tryggja stöðu sína. Hann segist eiga eftir að sjá nánari útfærslu á gjaldfrjálsum leikskóla og enn eigi eftir að ræða málið í borgarráði. Þó sé ljóst að miðað við það sem hafi verið kynnt eigi síðustu efndir að koma fram þegar R-listinn verði ekki lengur við völd. Vísar Guðlaugur Þór þá til þess að síðasta skrefið í breytingum á gjaldtöku vegna leikskólanna komi eftir borgarstjórnarkosningarnar á næsta ári. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segist ánægður með áform R-listans. Hann segist taka undir það með borgarstjóra að leikskólinn eigi að vera almenn grunnþjónusta sem samfélagið eigi að veita án íþyngjandi gjaldtöku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×