Innlent

Samið við framhaldsskólakennara

Félag framhaldsskólakennara undirritaði í gær nýjan kjarasamning við ríkið. Samningurinn gildir frá 1. febrúar 2005 til 30. apríl 2008. Í frétt á heimasíðu Kennarasambands Íslands kemur fram að samningurinn sé gerður með sömu útfærslu og sömu launatöflu og samningurinn sem félög innan BHM gerðu á dögunum og var hann unninn samhliða þeirri samningsgerð. Áfangahækkanir samningsins eru þær sömu og samið hefur verið um á almennum vinnumarkaði og að teknu tillliti til sérstakra aðstæðna í menntageiranum nemi launahækkanir um 21 prósenti á samningstímanum. Í kjarasamningnum er haldið áfram á sömu braut og við síðustu samningsgerð og er áfram er lögð áhersla á að efla sjálfstæði skóla og styrkja innra starf þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×