Sport

Haukastúlkur deildarmeistarar

Haukastúlkur tryggðu sér í dag deildarmeistaratitilinn í handbolta þegar þær rótburstuðu ÍBV í toppslag deildarinnar með 14 stiga mun, 35-21. Hanna G. Stefánsdóttir var markahæst Hauka með 10 mörk og Ramune Pekarskyte gerði 9 mörk. Hjá ÍBV var Anastasia Patsion atkvæðamest með 8 mörk og Ana Ma Fernandes-Perez skoraði 4 mörk. ÍBV hefði með sigri getað jafnað Haukastúlkur að stigum og tryggt sér titilinn á betri árangri í innbyrðisviðureignum en áttu ekki roð í Haukastúlkur. Önnur úrslit í lokaumferð deildarinnar í dag urðu eftirfarandi: FH - Víkingur 29:26 Fram - Grótta/KR 23:24 Stjarnan - Valur 30:34 Haukastúlkur urðu efstar með 38 stig, ÍBV með 34, Stjarnan í 3. sæti með 25 stig, FH í fjórða með 22, Valur 20 stig, Grótta/KR 12, Víkingur 10 og Fram 7. Í átta liða úrslitum mætast Haukar og Fram, ÍBV-Víkingur, Stjarnan-Grótta/KR og FH-Valur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×