Mun þenslan bera okkur ofurliði? Hafliði Helgason skrifar 20. mars 2005 00:01 Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun