Hvað veldur hræringunum? 21. mars 2005 00:01 Hvað er það sem veldur hræringunum fyrir botni Miðjarðarhafs, ef ekki stríðið í Írak eins og sumir halda fram, og hvað er á seyði þar? Í mörgum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs er hlutfall ungs fólks gríðarhátt. Sögulega séð eru ungir karlmenn líklegistir til að krefjast róttækra breytinga og hrinda þeim í framkvæmd með hörku ef þarf. Bágt efnahagsástand og dapurlegar framtíðarhorfur auka enn á viljan til breytinga. Fræðimenn hafa sumir hverjir talið að þetta þýddi frjóan jarðveg fyrir öfgahópa sem byggði á róttækum, íslömskum kenningum með blóðugum heilögum stríðum gegn ráðamönnum og Vesturlöndum í bland. Stjórnarherrar í Miðausturlöndum vita þetta jafnvel og vestrænir vísindamenn og því höfðu þeir, og hafa, í raun aðeins um tvennt að velja: að hætta lífi og völdum með því að gera ekkert, eða bregðast við með einhverjum hætti í von um að halda í valdastóla. Þetta getur boðið upp á lýðræði, en ekki endilega. Ólgan í Líbanon gæti endað með blóðugri borgarastyrjöld - fyrir því eru vissulega fordæmi. Í Egyptalandi og Sádi-Arabíu er enn alls óvíst hversu langt ráðamenn hyggjast ganga í lýðræðsátt eða hvort orð þeirra séu orðin tóm. Hæstráðendur í þessum ríkjum gætu einnig brugðist ókvæða við vestrænum þrýstingi og almenningur gefist upp á biðinni eftir raunverulegum endurbótum - með ógnvænlegum afleiðingum. Enn er ekkert hægt að fullyrða um framtíðina í Írak. Daglegar árásir og mannfall benda til þess að enn sé langt í land. Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og í Ísrael á enn eftir að leiða til lykta deilur um framtíð Jerúsalem og endanleg landamæri. Óvíst er hvað gerist til að mynda ef Hamas ber sigur út býtum í kosningum í sumar. Spennan vegna kjarnorkuáætlunar Írans er enn til staðar og Íran styður enn fjölda andspyrnu- og eða hryðjuverkasveita í Sýrlandi, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Klerkunum í Teheran gæti líkað lítt, virtist sem þeir væru að missa völd erlendis, og sömu sögu er að segja ef þeim líst ekki á blikuna heima fyrir. Það kraumar undir niðri fyrir botni Miðjarðarhafs og ljóst að allt getur gerst Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Hvað er það sem veldur hræringunum fyrir botni Miðjarðarhafs, ef ekki stríðið í Írak eins og sumir halda fram, og hvað er á seyði þar? Í mörgum landanna fyrir botni Miðjarðarhafs er hlutfall ungs fólks gríðarhátt. Sögulega séð eru ungir karlmenn líklegistir til að krefjast róttækra breytinga og hrinda þeim í framkvæmd með hörku ef þarf. Bágt efnahagsástand og dapurlegar framtíðarhorfur auka enn á viljan til breytinga. Fræðimenn hafa sumir hverjir talið að þetta þýddi frjóan jarðveg fyrir öfgahópa sem byggði á róttækum, íslömskum kenningum með blóðugum heilögum stríðum gegn ráðamönnum og Vesturlöndum í bland. Stjórnarherrar í Miðausturlöndum vita þetta jafnvel og vestrænir vísindamenn og því höfðu þeir, og hafa, í raun aðeins um tvennt að velja: að hætta lífi og völdum með því að gera ekkert, eða bregðast við með einhverjum hætti í von um að halda í valdastóla. Þetta getur boðið upp á lýðræði, en ekki endilega. Ólgan í Líbanon gæti endað með blóðugri borgarastyrjöld - fyrir því eru vissulega fordæmi. Í Egyptalandi og Sádi-Arabíu er enn alls óvíst hversu langt ráðamenn hyggjast ganga í lýðræðsátt eða hvort orð þeirra séu orðin tóm. Hæstráðendur í þessum ríkjum gætu einnig brugðist ókvæða við vestrænum þrýstingi og almenningur gefist upp á biðinni eftir raunverulegum endurbótum - með ógnvænlegum afleiðingum. Enn er ekkert hægt að fullyrða um framtíðina í Írak. Daglegar árásir og mannfall benda til þess að enn sé langt í land. Á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og í Ísrael á enn eftir að leiða til lykta deilur um framtíð Jerúsalem og endanleg landamæri. Óvíst er hvað gerist til að mynda ef Hamas ber sigur út býtum í kosningum í sumar. Spennan vegna kjarnorkuáætlunar Írans er enn til staðar og Íran styður enn fjölda andspyrnu- og eða hryðjuverkasveita í Sýrlandi, Líbanon og á svæðum Palestínumanna. Klerkunum í Teheran gæti líkað lítt, virtist sem þeir væru að missa völd erlendis, og sömu sögu er að segja ef þeim líst ekki á blikuna heima fyrir. Það kraumar undir niðri fyrir botni Miðjarðarhafs og ljóst að allt getur gerst
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira