Stríðið orsök eða afleiðing? 21. mars 2005 00:01 Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn. Ein af ástæðunum sem Bandaríkjastjórn gaf fyrir innrásinni í Írak, reyndar eftir á, var nauðsyn þess að breiða út lýðræði og frelsi í Miðausturlöndum. Nú, tveimur árum síðar, segist Bush Bandaríkjaforseti sjá þess merki að þetta takmark sé í augsýn. Konur hafi kosningarétt í Afganistan, Palestínumenn rjúfi hið gamla mynstur ofbeldis og hundruð þúsunda Líbana krefjist nú sjálfstæðis og lýðræðisréttinda. Þessar fullyrðingar vekja tvær spurningar. Í fyrsta lagi: Er það rétt að lýðræðisbylgja fari nú um Miðausturlönd? Og í öðru lagi: Ef svo er, er það Íraksstríðinu að þakka? Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í málefnum Miðausturlanda og helsti sérfræðingur Íslands um þessi málefni, segir að þetta sé ekki lýðræðisvæðing að hans mati. „Ef við lítum á þetta þannig að þetta sé orðin lítil Skandinavía þarna í Miðausturlöndum þá er það náttúrlega mjög sterkt til orða tekið. Það er angi af lýðræðisferlinu víðs vegar en hvergi er komið fullt lýðræði eins og við þekkjum það,“ segir Magnús. Magnús segir að innrásin í Írak og vera Bandaríkjamanna þar sé einn þeirra þátta sem hafi stuðlað að þessum skrefum sem þó hafa verið tekin í lýðræðisátt. En hann leggur áherslu á að þetta eigi sér mun lengri aðdraganda. Fall Berlínarmúrsins hafði mikil áhrif, uppgangur heittrúarhreyfinga sem fékk stjórnvöld til að hugsa sinn gang og síðast en ekki síst áhrif sjónvarpsstöðva eins og Al-Jazeera sem fjalla gagnrýnið um eigin stjórnvöld og ná til almennings í þessum löndum. „Það var ekki Íraksstríðið sjálft sem kom þessu öllu af stað heldur er það hluti af allsherjar ferli á þessu svæði,“ segir Magnús. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Markaði Íraksstríðið upphafið að bylgju frelsis og lýðræðis sem nú fer yfir Miðausturlönd? „Já,“ segja Bandaríkjastjórn og bandamenn hennar. „Nei, þetta er ekki alveg svona einfalt,“ segja fræðimenn. Ein af ástæðunum sem Bandaríkjastjórn gaf fyrir innrásinni í Írak, reyndar eftir á, var nauðsyn þess að breiða út lýðræði og frelsi í Miðausturlöndum. Nú, tveimur árum síðar, segist Bush Bandaríkjaforseti sjá þess merki að þetta takmark sé í augsýn. Konur hafi kosningarétt í Afganistan, Palestínumenn rjúfi hið gamla mynstur ofbeldis og hundruð þúsunda Líbana krefjist nú sjálfstæðis og lýðræðisréttinda. Þessar fullyrðingar vekja tvær spurningar. Í fyrsta lagi: Er það rétt að lýðræðisbylgja fari nú um Miðausturlönd? Og í öðru lagi: Ef svo er, er það Íraksstríðinu að þakka? Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í málefnum Miðausturlanda og helsti sérfræðingur Íslands um þessi málefni, segir að þetta sé ekki lýðræðisvæðing að hans mati. „Ef við lítum á þetta þannig að þetta sé orðin lítil Skandinavía þarna í Miðausturlöndum þá er það náttúrlega mjög sterkt til orða tekið. Það er angi af lýðræðisferlinu víðs vegar en hvergi er komið fullt lýðræði eins og við þekkjum það,“ segir Magnús. Magnús segir að innrásin í Írak og vera Bandaríkjamanna þar sé einn þeirra þátta sem hafi stuðlað að þessum skrefum sem þó hafa verið tekin í lýðræðisátt. En hann leggur áherslu á að þetta eigi sér mun lengri aðdraganda. Fall Berlínarmúrsins hafði mikil áhrif, uppgangur heittrúarhreyfinga sem fékk stjórnvöld til að hugsa sinn gang og síðast en ekki síst áhrif sjónvarpsstöðva eins og Al-Jazeera sem fjalla gagnrýnið um eigin stjórnvöld og ná til almennings í þessum löndum. „Það var ekki Íraksstríðið sjálft sem kom þessu öllu af stað heldur er það hluti af allsherjar ferli á þessu svæði,“ segir Magnús.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira