Von á frekari stríðsátökum? 22. mars 2005 00:01 Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum? Það ríkir ákveðin bjartsýni um framtíð Miðausturlanda um þessar mundir því menn sjá vonarglætu í þeim hræringum sem þar eiga sér stað. En það getur brugðið til beggja vona og því fer víðsfjarri að friður og hamingja sé á næsta leiti, enda eru deiluefnin mörg. Magnús Þorkell Bernharðsson, sem er sérfræðingur um þennan heimshluta, skiptir þessum átakapunktum gróflega í fernt. Í fyrsta lagi eru deilur að magnast á milli þjóðernishópa; minnihlutahópa sem krefjast meiri valda. Í öðru lagi er deilt um hvaða hlutverki, ef einhverju, trúin á að gegna. Hvort ríki og kirkja eigi að vera aðskilin eða ekki. Í þriðja lagi er deilt um réttindi kvenna og í fjórða lagi vígvæðingu svæðisins; hverjir megi hafa vopn, hvers konar vopn og hvar Bandaríkjamenn megi hafa herlið sitt og hvar ekki. Magnús telur að á næstu 10-15 árum verði barist um þessar grundvallarspurningar. Óróasvæðin eru nokkur en athygli stjórnmálamanna, fræðimanna og fjölmiðla mun á næstu misserum einkum beinast að sjö löndum. Fyrst ber auðvitað að nefna Írak. Það sér ekki fyrir endann á stríðinu þar og það er óumdeilt að landið verður áfram átakasvæði. Mjög er fylgst með Sádi-Arabíu þar sem mikil ólga kraumar undir og gæti blossað upp hvenær sem er, sérstaklega í austurhluta landsins. Ekki er stöðugleikanum fyrir að fara í Íran og þar spilar einnig inn í utanaðkomandi þrýstingur vegna kjarnorkunnar. Líbanon er á suðupunkti um þessar mundir og þau átök gætu smitast inn í Sýrland. Í Egyptalandi má búast við hatrammri valdabaráttu þegar Mubarak fellur frá eða lætur af völdum. Og síðast en ekki síst verður að nefna Ísrael og Palestínu sem þrátt fyrir jákvæðar breytingar er enn á suðupunkti.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira