Enn óvissa um sölu Símans 22. mars 2005 00:01 Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Fastlega hafði verið búist við að ákvörðun um það með hvaða hætti staðið verður að sölu Símans yrði samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá væri loks hægt að auglýsa fyrirtækið til sölu og tilgreina skilyrði sem sett verða fyrir kaupunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir einkavæðinganefnd enn fjalla um málið ásamt ráðgjöfunum frá Morgan og Stanley. Hann segir ekkert óvænt hafa komið upp á heldur vilji menn einfaldlega vanda til verka. Fara þurfi vel í hlutina og ráðfæra sig við fyrrnefnda ráðgjafa. Halldór segir stefnt að því að ákveða fyrirkomulag sölunnar sem allra fyrst eftir páska, um leið og einkavæðinganefnd lýkur störfum. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð. Í því samhengi hefur verið talað um Meið, félaga Bakkavararbræða, og ýmsa smærri spámenn úr viðskiptalífinu hér innan lands og svo Björgólf Thor og Landsbankamenn. Athygli vakti um daginn þegar Burðarás og tengdir aðilar seldu hlut sinn í OgVodafone, að margir telja til að komast hjá hugsanlegum hagsmunaárekstrum bjóði þeir í Símann. Þar að auki hefur Landsbankann aukið verulega lánamöguleika sína að undanförnu. Ekki náðist í Finn Ingólfsson í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Fastlega hafði verið búist við að ákvörðun um það með hvaða hætti staðið verður að sölu Símans yrði samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá væri loks hægt að auglýsa fyrirtækið til sölu og tilgreina skilyrði sem sett verða fyrir kaupunum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir einkavæðinganefnd enn fjalla um málið ásamt ráðgjöfunum frá Morgan og Stanley. Hann segir ekkert óvænt hafa komið upp á heldur vilji menn einfaldlega vanda til verka. Fara þurfi vel í hlutina og ráðfæra sig við fyrrnefnda ráðgjafa. Halldór segir stefnt að því að ákveða fyrirkomulag sölunnar sem allra fyrst eftir páska, um leið og einkavæðinganefnd lýkur störfum. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð. Í því samhengi hefur verið talað um Meið, félaga Bakkavararbræða, og ýmsa smærri spámenn úr viðskiptalífinu hér innan lands og svo Björgólf Thor og Landsbankamenn. Athygli vakti um daginn þegar Burðarás og tengdir aðilar seldu hlut sinn í OgVodafone, að margir telja til að komast hjá hugsanlegum hagsmunaárekstrum bjóði þeir í Símann. Þar að auki hefur Landsbankann aukið verulega lánamöguleika sína að undanförnu. Ekki náðist í Finn Ingólfsson í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira