Pólverjar teknir án atvinnuleyfis 22. mars 2005 00:01 Þrír Pólverjar, sem reyndust vera án atvinnuleyfis í vinnu á hérlendis, voru yfirheyrðir af lögreglunni á Selfossi í gær. Eftir því sem Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður tjáði Fréttablaðinu hófst málið með því að lögreglan á Selfossi stöðvaði í gærmorgun um kl. 9 bifreið fyrir of hraðan akstur á Skeiðavegi í Árnessýslu. Íslenskur ökumaður reyndist vera með útrunnin ökuréttindi og vildi þá fela farþega sínum, Pólverja í vinnufötum, akstur bifreiðarinnar. Voru þeir færðir á lögreglustöð á Selfossi til yfirheyrslu. Málið vatt upp á sig og voru tveir Pólverjar sem dvöldust í Rangárvallasýslu einnig færðir til yfirheyrslu. Íslendingur sem hýsti þá kom á lögreglustöð og veittist að lögreglumanni. Var hann færður í fangaklefa og síðan yfirheyrður þegar ró færðist yfir hann. Samkvæmt upplýsingum sýslumanns á Selfossi hefur einn Pólverjanna komið alls fjórum sinnum til Íslands og dvalist hér tæpa þrjá mánuði hvert sinn. Annar var hér í annað sinn og sá þriðji í fyrsta skipti. Þeir eru allir grunaðir um að hafa starfað hér án tilskilinna atvinnuleyfa. Íslendingurinn er grunaður um brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Málið verður nú sent Útlendingastofnun til meðferðar en búast má við að ákært verði fyrir meint brot á lögunum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira
Þrír Pólverjar, sem reyndust vera án atvinnuleyfis í vinnu á hérlendis, voru yfirheyrðir af lögreglunni á Selfossi í gær. Eftir því sem Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður tjáði Fréttablaðinu hófst málið með því að lögreglan á Selfossi stöðvaði í gærmorgun um kl. 9 bifreið fyrir of hraðan akstur á Skeiðavegi í Árnessýslu. Íslenskur ökumaður reyndist vera með útrunnin ökuréttindi og vildi þá fela farþega sínum, Pólverja í vinnufötum, akstur bifreiðarinnar. Voru þeir færðir á lögreglustöð á Selfossi til yfirheyrslu. Málið vatt upp á sig og voru tveir Pólverjar sem dvöldust í Rangárvallasýslu einnig færðir til yfirheyrslu. Íslendingur sem hýsti þá kom á lögreglustöð og veittist að lögreglumanni. Var hann færður í fangaklefa og síðan yfirheyrður þegar ró færðist yfir hann. Samkvæmt upplýsingum sýslumanns á Selfossi hefur einn Pólverjanna komið alls fjórum sinnum til Íslands og dvalist hér tæpa þrjá mánuði hvert sinn. Annar var hér í annað sinn og sá þriðji í fyrsta skipti. Þeir eru allir grunaðir um að hafa starfað hér án tilskilinna atvinnuleyfa. Íslendingurinn er grunaður um brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og lög um útlendinga. Málið verður nú sent Útlendingastofnun til meðferðar en búast má við að ákært verði fyrir meint brot á lögunum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Stefna kennurum Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Fleiri fréttir Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Sjá meira