Kastró og trygglynda konan 23. mars 2005 00:01 Jónína Tryggvadóttir fékk fimmtán mínútur til að laga fjóra expressó, fjóra cappuchino og fjóra bolla af óáfengum kaffidrykk að eigin vali handa bragðdómurum á Íslandsmeistaramóti kaffibarþjóna sem haldið var fyrir skömmu. Að auki fylgdust tveir tæknidómarar með hverri hreyfingu. En Jónína stóðst álagið með prýði og vann titilinn Kaffibarþjónn Íslands 2005. „Vinningsdrykkurinn heitir Fidel í höfuðið á Kastró Kúbuleiðtoga sem drekkur ekki annað en romm. Það má ekki vera áfengi í drykknum en ég sauð áfengið úr Havana Club rommi og bjó til sýróp. Þetta sýróp fer í botninn, svo expressókaffi og svo volgur rjómi með sama sýrópinu efst þannig að drykkurinn er svona lagskiptur. Hann var svo borinn fram í glasi á platta sem ég málaði sjálf og tengist nafninu á drykknum líka en myndin er af konu sem ég kalla trygglyndu konuna eða upp á frönsku „Femme Fidel“. Ég málaði sömu mynd á bollana sem ég bar hina kaffidrykkina fram í. Ég væri alveg til í að hafa meiri tíma til að mála bolla.“ Ekki gefst tími til þess á næstunni því eftir þrjár vikur verður Jónína komin til Seattle til að keppa í kaffigerð fyrir Íslands hönd.„Ég er að þróa nýjan kaffidrykk núna til að fara með í keppnina en hann er leyndarmál enn sem komið er. Ég ætla að mála nýtt sett og tengja nýja drykknum ef það er hægt.“ Jónína vinnur á kaffihúsinu Te og Kaffi og er mikil kaffikelling sjálf. „Ég byrja daginn á cappuchino og svo þarf að smakka expressóið yfir daginn til að passa að tækin séu rétt stillt. Svo þegar maður er með kaffi fyrir framan sig allan daginn er maður alltaf að sötra. Kaffið er hætt að hafa áhrif á mig og ég get drukkið kaffi skömmu fyrir svefninn og samt sofið vært.“ Ertu alltaf að velta fyrir þér hinum fullkomna kaffidrykk? „Já auðvitað, en mest rétt fyrir keppnina. Svo er maður alltaf að hugsa upp nýjar aðferðir við klassísku drykkina,“ segir Íslandsmeistarinn og heldur áfram að æfa sig af kappi fyrir keppnina í Seattle í apríl. Matur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Jónína Tryggvadóttir fékk fimmtán mínútur til að laga fjóra expressó, fjóra cappuchino og fjóra bolla af óáfengum kaffidrykk að eigin vali handa bragðdómurum á Íslandsmeistaramóti kaffibarþjóna sem haldið var fyrir skömmu. Að auki fylgdust tveir tæknidómarar með hverri hreyfingu. En Jónína stóðst álagið með prýði og vann titilinn Kaffibarþjónn Íslands 2005. „Vinningsdrykkurinn heitir Fidel í höfuðið á Kastró Kúbuleiðtoga sem drekkur ekki annað en romm. Það má ekki vera áfengi í drykknum en ég sauð áfengið úr Havana Club rommi og bjó til sýróp. Þetta sýróp fer í botninn, svo expressókaffi og svo volgur rjómi með sama sýrópinu efst þannig að drykkurinn er svona lagskiptur. Hann var svo borinn fram í glasi á platta sem ég málaði sjálf og tengist nafninu á drykknum líka en myndin er af konu sem ég kalla trygglyndu konuna eða upp á frönsku „Femme Fidel“. Ég málaði sömu mynd á bollana sem ég bar hina kaffidrykkina fram í. Ég væri alveg til í að hafa meiri tíma til að mála bolla.“ Ekki gefst tími til þess á næstunni því eftir þrjár vikur verður Jónína komin til Seattle til að keppa í kaffigerð fyrir Íslands hönd.„Ég er að þróa nýjan kaffidrykk núna til að fara með í keppnina en hann er leyndarmál enn sem komið er. Ég ætla að mála nýtt sett og tengja nýja drykknum ef það er hægt.“ Jónína vinnur á kaffihúsinu Te og Kaffi og er mikil kaffikelling sjálf. „Ég byrja daginn á cappuchino og svo þarf að smakka expressóið yfir daginn til að passa að tækin séu rétt stillt. Svo þegar maður er með kaffi fyrir framan sig allan daginn er maður alltaf að sötra. Kaffið er hætt að hafa áhrif á mig og ég get drukkið kaffi skömmu fyrir svefninn og samt sofið vært.“ Ertu alltaf að velta fyrir þér hinum fullkomna kaffidrykk? „Já auðvitað, en mest rétt fyrir keppnina. Svo er maður alltaf að hugsa upp nýjar aðferðir við klassísku drykkina,“ segir Íslandsmeistarinn og heldur áfram að æfa sig af kappi fyrir keppnina í Seattle í apríl.
Matur Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira