Innlent

Fréttamenn auglýsa í Morgunblaðinu

Fréttamenn Ríkisútvarpsins birta heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem þeir segjast ekki geta treyst fréttastjóra með afar takamarkaða reynslu af fréttamennsku. Tilefnið er ráðning Auðuns Georgs Ólafssonar en hann á hefja störf þann 1. apríl, eftir eina viku. „Við getum ekki treyst fréttastjóra sem ráðinn er á pólitískum forsendum þrátt fyrir að vera reynsluminnsti umsækjandinn um starf fréttastjóra,“ segir í auglýsingunni sem greidd er af Félagi fréttamanna með stuðningi Blaðamannafélags Íslands. Fréttamenn Ríkisútvarpsins segjast ekki geta unnið þar sem fagleg sjónarmið eru að engu höfð og spyrja að lokum: „Getur þú treyst þannig fréttastofu?“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×