Segist ennþá forseti Kirgistans 25. mars 2005 00:01 Forseti Kirgistans segist ekki hafa sagt af sér embætti og flúið land; hann sé aðeins fjarverandi tímabundið. Stjórnarandstaðan, sem rændi völdum í gær, hefur hins vegar tekið við stjórnartaumunum, tilnefnt nýjan forseta og boðað til kosninga. Að minnsta kosti þrír létu lífið í óeirðum í gær og í nótt, byggingar voru brenndar og þjófar fóru ruplandi um höfuðborgina, Bishkek. Í dag var allt með kyrrum kjörum og fregnir bárust af því síðdegis að búið væri að setja á útgöngubann til að koma í veg fyrir frekari gripdeildir. Rússneskar fréttastofur birtu í dag yfirlýsingu sem sögð er koma frá Askar Akayev, fyrrverandi forseta Kirgistans, sem talið er að hafi flúið til nágrannaríkisins Kasakstans. Þar segir hann að allar fregnir um afsögn hans og flótta séu rangar, hann sé enn forseti landsins. Stjórnarandstaðan, sem stóð fyrir stjórnarbyltingunni í gær, virðist hins vegar vera að festa sig í sessi; búið er að skipa nýjan forseta og boða til kosninga í júní. Þá þykir það tryggja nýju stjórnina í sessi að þrátt fyrir að Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í dag að valdaránið væri ólöglegt þá setti hann sig ekki upp á móti þessum nýju valdhöfum og sagðist myndu gera sitt til að tryggja áframhaldandi góð samskipti á milli landanna tveggja. Þessi viðbrögð Pútíns eru með nokkru öðru sniði en þegar svipaðar borgarabyltingar voru gerðar í Georgíu og Úkraínu. Velvilji Pútíns nú þykir endurspegla þá staðreynd að nýir valdhafar í Kirgistan hafi ekki sýnt nein merki þess að þeir ætli sér að leita í faðm Vesturlanda á kostnað Rússa. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Sjá meira
Forseti Kirgistans segist ekki hafa sagt af sér embætti og flúið land; hann sé aðeins fjarverandi tímabundið. Stjórnarandstaðan, sem rændi völdum í gær, hefur hins vegar tekið við stjórnartaumunum, tilnefnt nýjan forseta og boðað til kosninga. Að minnsta kosti þrír létu lífið í óeirðum í gær og í nótt, byggingar voru brenndar og þjófar fóru ruplandi um höfuðborgina, Bishkek. Í dag var allt með kyrrum kjörum og fregnir bárust af því síðdegis að búið væri að setja á útgöngubann til að koma í veg fyrir frekari gripdeildir. Rússneskar fréttastofur birtu í dag yfirlýsingu sem sögð er koma frá Askar Akayev, fyrrverandi forseta Kirgistans, sem talið er að hafi flúið til nágrannaríkisins Kasakstans. Þar segir hann að allar fregnir um afsögn hans og flótta séu rangar, hann sé enn forseti landsins. Stjórnarandstaðan, sem stóð fyrir stjórnarbyltingunni í gær, virðist hins vegar vera að festa sig í sessi; búið er að skipa nýjan forseta og boða til kosninga í júní. Þá þykir það tryggja nýju stjórnina í sessi að þrátt fyrir að Pútín Rússlandsforseti lýsti því yfir í dag að valdaránið væri ólöglegt þá setti hann sig ekki upp á móti þessum nýju valdhöfum og sagðist myndu gera sitt til að tryggja áframhaldandi góð samskipti á milli landanna tveggja. Þessi viðbrögð Pútíns eru með nokkru öðru sniði en þegar svipaðar borgarabyltingar voru gerðar í Georgíu og Úkraínu. Velvilji Pútíns nú þykir endurspegla þá staðreynd að nýir valdhafar í Kirgistan hafi ekki sýnt nein merki þess að þeir ætli sér að leita í faðm Vesturlanda á kostnað Rússa.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Sjá meira