Sport

Íslensk lið í undanúrslit Scania

Unglingaflokkur kvenna hjá Haukum og 9. flokkur karla hjá KR komust í dag í undanúrslit sinna aldursflokka á Norðurlandamóti félagsliða, Scania Cup, sem eins og hingað til fer fram í Svíþjóð um páskanna. Haukastelpurnar eru þessa stundina að spila til úrslita en KR-strákarnir keppa um sæti í úrslitaleiknum á sama tíma. Haukastelpurnar unnu danska liðið Sisu örugglega í undanúrslitunum, 70-52, og eru þessa stundina að spila úrslitaleikinn við heimalið SBBK en sænska liðið vann leik liðanna í riðlakeppninni með níu stigum, 77-68. Helena Sverrisdóttir er langstigahæsti leikmaður síns flokks með 27 stig að meðaltali í leik. KR-strákarnir hafa unnið alla leiki sína á mótinu til þessa og eru núna að spila við Polisen frá Svíþjóð í undanúrslitaleiknum en bæði lið koma ósigruð í leikinn.Sorri Páll Sgiurðsson er einn af stigahæstu leikmönnum síns flokks en hann hefur skorað 23 stig að meðaltali í leik fyrir KR-liðið. Af öðrum íslenskum liðum þá spilar 8. flokkur karla hjá Fjölni um 5. til 6. sæti, 8. flokkur karla hjá Breiðabliki keppir um 15. til 16. sæti, 9. flokkur kvenna hjá Grindavíkr keppir um 7. til 8. sæti og að lokum endaði 10. flokkur kvenna hjá Grindavík í 12. sæti í sínum aldursflokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×