Kláruðu verkefnið með stæl 28. mars 2005 00:01 Ísland lék um helgina við Úkraínu, Holland og Austurríki um laust sæti á Heimsmeistaramóti U-21 árs liða sem fram fer í Ungverjalandi í sumar. Fyrirfram var búist við að íslenska liðið væri sterkasta liðið í riðlinum og að það ætti að tryggja sér sigurinn næsta auðveldlega. Með þessa pressu á bakinu, stóðu strákarnir sig með prýði og kláruðu verkefnið nokkuð örugglega en þeir höfðu öruggan sigur á öllum mótherjum sínum um helgina. Það tók strákana að vísu nokkurn tíma að slípa saman leik sinn, enda höfðu þeir takmarkaðan tíma til æfinga. Það kom þó ekki að sök og liðið sigraði nokkuð örugglega í öllum leikjunum. Hollendinga unnu þeir 33-27, Úkraínu 35-30 og í lokaleiknum burstuðu þeir Austurríki 36-24 og því var sigurinn í riðlinum öruggur. Íslenska liðið var að leika mjög vel í heildina og átti fjóra af sjö mönnum í úrvalsliði mótsins, þá Kára Kristjánsson línumann, Arnór Atlason skyttu, Árna Björn Þórarinsson hornamann og Björgvin Gústavsson markvörð, sem einnig var kosinn maður mótsins en hann fór hamförum í síðasta leiknum og varði 31 skot. Ásgeir Örn Hallgrímsson var ánægður með útkomuna á mótinu um helgina. "Við hefðum kannski átt að vinna leikinn við Holland með meiri mun, en við náðum að klára þetta verkefni nokkuð örugglega og það er það sem skiptir máli. Hópurinn er mjög sterkur hjá okkur og við hefðum að vísu geta farið betur með dauðafærin okkar og vítin, en það er eitthvað sem við getum auðveldlega bætt. Mér fannst hinsvegar sóknarleikurinn mjög góður og markvarslan var frábær, þrátt fyrir að við þurfum að bæta varnarleikinn meira," sagði Ásgeir Örn. Íslenski handboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Í beinni: Grindavík - Haukar | Takast á við toppliðið Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Sjá meira
Ísland lék um helgina við Úkraínu, Holland og Austurríki um laust sæti á Heimsmeistaramóti U-21 árs liða sem fram fer í Ungverjalandi í sumar. Fyrirfram var búist við að íslenska liðið væri sterkasta liðið í riðlinum og að það ætti að tryggja sér sigurinn næsta auðveldlega. Með þessa pressu á bakinu, stóðu strákarnir sig með prýði og kláruðu verkefnið nokkuð örugglega en þeir höfðu öruggan sigur á öllum mótherjum sínum um helgina. Það tók strákana að vísu nokkurn tíma að slípa saman leik sinn, enda höfðu þeir takmarkaðan tíma til æfinga. Það kom þó ekki að sök og liðið sigraði nokkuð örugglega í öllum leikjunum. Hollendinga unnu þeir 33-27, Úkraínu 35-30 og í lokaleiknum burstuðu þeir Austurríki 36-24 og því var sigurinn í riðlinum öruggur. Íslenska liðið var að leika mjög vel í heildina og átti fjóra af sjö mönnum í úrvalsliði mótsins, þá Kára Kristjánsson línumann, Arnór Atlason skyttu, Árna Björn Þórarinsson hornamann og Björgvin Gústavsson markvörð, sem einnig var kosinn maður mótsins en hann fór hamförum í síðasta leiknum og varði 31 skot. Ásgeir Örn Hallgrímsson var ánægður með útkomuna á mótinu um helgina. "Við hefðum kannski átt að vinna leikinn við Holland með meiri mun, en við náðum að klára þetta verkefni nokkuð örugglega og það er það sem skiptir máli. Hópurinn er mjög sterkur hjá okkur og við hefðum að vísu geta farið betur með dauðafærin okkar og vítin, en það er eitthvað sem við getum auðveldlega bætt. Mér fannst hinsvegar sóknarleikurinn mjög góður og markvarslan var frábær, þrátt fyrir að við þurfum að bæta varnarleikinn meira," sagði Ásgeir Örn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Í beinni: Grindavík - Haukar | Takast á við toppliðið Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Seldu miða á Paul-Tyson bardagann fyrir 2,5 milljarða Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Sjá meira