Þrengjum að stjórnmálaflokkunum 29. mars 2005 00:01 Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Sæll Egill, Ég er eins og margir íslendingar óánægður með hvernig unnið hefur verið úr niðurstöðum kosninga hér á landi. Aftur og aftur hefur það gerst að kjósendum hefur fundist úrslit kosninga lítið hafa að segja varðandi hverskonar ríkisstjórnarsamstarf hefur tekið við. Tilfinningin sem margir hafa er að atkvæðin í raun skipti litlu sem engu máli því margoft hefur það gerst að samsetning nýrrar ríkisstjórnar endurspeglar alls ekki úrslit kosninga eða virðist taka neitt mið af þeim skilaboðum sem flestir telja að kjósendur hafi verið að senda. Þetta er staða sem allir Íslendingar þekkja og búið er að ræða um í áratugi hér á landi. Svo virðist sem heildarþingstyrkur sé það eina sem skipti máli við myndun nýrra ríkisstjórna og stjórnmálamenn hafi fullt vald til að semja sín á milli um ríkisstjórnarsamstarf á hvern þann hátt sem þeim sjálfum hentar hverju sinni. Nú á að endurskoða stjórnarskránna og mér hefur virst sem lítil sem engin umræða hafi farið fram um breytingar sem snúa að stjórnmálamönnunum sjálfum eða hvort/hvernig eigi að takmarka það vald sem stjórnmálamenn eða flokkar hafa til að spila úr niðurstöðum kosninga. MIg langar því að velta upp einni spurningu og kannski ýta því að þér að þú takir það upp hjá þér að ræða þetta mál í þætti þínum. Væri ekki athugandi að þrengja frelsi stjórnmálaflokka varðandi myndun ríkisstjórna með því að binda nýjar reglur í stjórnarskránna. Reglurnar yrðu einfaldlega þannig að ef tveir flokkar eða fleiri mynda ríkisstjórn yrði ráðherrafjöldi hvers flokks að endurspegla þingstyrk viðkomandi flokks á Alþingi og sá flokkur sem flesta þingmenn hefði ávallt í forystu - þ.e. ekki yrði hægt að semja um forsætisráðherraembættið. Með þessu væri búið að taka burt þennan kaleik frá stjórnmálamönnum sem eilífar samningaviðræður eftir kosningar hljóta að vera - reglurnar væru skýrar og kæmu jafnt niðrá öllum og augljóst væri að ráðherrafjöldi stjórnarflokkanna endurspeglaði mjög skýrt stærð þeirra í samfélaginu. Að mínu mati ætti þetta að auðvelda verulega stjórnarmyndunarviðræður bæði milli flokka en ekki síður innan flokkanna. Það sem er þó mikilvægast er að íbúar landsins fengju skýr skilaboð um mikilvægi atkvæða þeirra, lýðræðið væri sett í öndvegi og hætta á spillingu og þröngum einka- og sérhagsmunum væri minnkuð verulega. Með kveðju, Hannes Richardsson
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun