Sport

Loksins vann Lakers

Eftir átta tapleiki í röð náði Los Angeles Lakers loks að rífa sig upp á afturendanum og uppskera sigur en liðið tók á móti New York Knicks í NBA-körfuboltanum í nótt. Lakers vann öruggan sigur, 117-107, og var Kobe Bryant stigahæstur með 32 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar. Stephon Marbury, besti leikstjórnandi deildarinnar að eigin mati, átti stórleik og sallaði 45 stigum á Lakers auk þess að gefa 10 stoðsendingar. "Þetta var góður sigur fyrir okkur," sagði Kobe Bryant eftir leikinn. "En hvaða sigur sem er er góður fyrir okkur um þessar mundir." Stephon Marbury sagði Lakers eiga hrós skilið. "Leikmenn Lakers spiluðu sem lið með sigurvilja. Þeir náðu fráköstum og settu lykilskot niður. Með leik mínum náði ég að halda okkur inn í leiknum," sagði Marbury. Þetta var fjórði tapleikur Knicks í röð. Úrslitin í NBA í nótt: Los Angeles Lakers 117 - New York Knicks 107 Stigahæstir hjá Knicks: Stephon Marbury 45 (6 fráköst, 10 stoðsendingar), Kurt Thomas 18 (15 fráköst), Jamal Crawford 16 (9 stoðsendingar). Cleveland Cavaliers 94 - Los Angeles Clippers 84Stigahæstir hjá Cavaliers: LeBron James 22 (7 fráköst, 5 stoðsendingar), Zydrunas Ilgauskas 19 (15 fráköst, 3 varin skot), Drew Gooden 16 (6 fráköst). Stigahæstir hjá Clippers: Cory Maggette 26 (7 stoðsendingar), Chris Kaman (9 fráköst), Elton Brand 15 (12 fráköst). Miami Heat 103 - Toronto Raptors 91Stigahæstir hjá Heat: Shaqulle O´Neal 28 (9 fráköst), Dwyane Wade 27 (8 stoðsendingar), Damon Jones 14 (5 stoðsendingar). Stigahæstir hjá Raptors: Rafer Alston 19 (6 stoðsendingar), Chris Bosh 16 (13 fráköst), Morris Peterson 15. Memphis Grizzlies 99 - Seattle Supersonics 102Stigahæstir hjá Grizzlies: Pau Gasol 24 (8 fráköst), Bonzi Wells 17, Shane Battier 16 (3 varin skot). Stigahæstir hjá Sonics: Ray Allen 22 (6 fráköst), Jerome James 22 (6 fráköst), Luke Ridnour 15 (9 stoðsendingar). Stigahæstir hjá Lakers: Kobe Bryant 32, Caron Butler 26, Devean George 18.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×