Sökuðu stjórnarflokka um valdarán 1. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Forsætisráðherra var sagður kjarklaus og kallaður lúpa fyrir að vera ekki viðstaddur umræður um fréttastofu Útvarpsins á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja ríkisstjórnarflokkana og sérlega spunakarla forsætisráðherra reyna valdarán á fréttastofunni. Forsætisráðherra sagðist ekki ætla að hafa afskipti af málinu. Aðspurður um fullyrðingar þess efnis að ráðning fréttastjóra hefði verið skipulögð í forsætisráðuneytinu sagði Halldór Ásgrímsson að hann hefði ekkert komið nálægt málinu. Þetta mál væri að sjálfsögðu unnið í útvarpinu, hjá útvarpsráði og útvarpsstjóra og í hans ráðuneyti hefðu menn ekki haft nokkur afskipti af málinu. Umræður um það hefðu verið algjörlega út í hött. Síðast hefði verið sagt aðstoðarmaður hans hefði sést með Auðuni Georg í leigubíl. Sannleikurinn væri sá að hann hefði aldrei hitt hann og aldrei talað við hann þannig að hann áttaði sig ekki á hvað væri þarna á ferðinni. Aðspurður hvort hann neitaði því að Framsóknarflokkurinn hefði talið sig eiga stöðu fréttastjóra Útvarps og leitað að manni til að gegna henni sagði Halldór að flokkurinn ætti ekki neitt í Útvarpinu frekar en aðrir og framsóknarmenn hefðu ekki leitað að neinum manni. Hins vegar mætti vel vera að innan útvarpsins hefði verið leitað að manni, hann þekkti það ekki. Aðspurður hvernig ætti nú að bregðast við þar sem Ríkisútvarpið væri nánast óstarfhæft sagði Halldór ekki gera sér grein fyrir því. Þetta yrði að leysast á vettvangi Ríkisútvarpsins eins og annarra stofnana. Sumir krefðust pólitískra afskipta af málinu en hann myndi ekki skipta sér af því. Inntur eftir því hvernig leysa ætti málið sagðist Halldór ekki hafa neina tillögu um það. Það yrði útvarpsstjóri og stofnunin að gera. Forsætisráðherra var ekki viðstaddur þingfund þegar málefni fréttastofu Útvarpsins voru rædd í tvígang undir liðnum fundarstjórn forseta en beiðni um utandagskrárumræðu var hafnað. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, sagði að leynifundir nýráðsins fréttastjóra og formanns útvarpsráðs sem hefði verið upplýst um í hádegisfréttum fréttastofu Útvarpsins staðfestu að um pólitíska ráðningu væri að ræða. Kolbrún sagðist harma það að forsætisráðherra skyldi ekki hafa haft kjark til að koma á þing og svara fyrir þá ósvinnu sem ætti sér stað. Menn hefðu talað um valdarán í einni öflugustu lýðræðisstofnun þjóðarinnar. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði að það hlyti að vera mjög erfitt að stýra þingfundum þegar í forsæti ríkistjórnarinnar væri þvílík lúpa að geta ekki mætt og skýrt málið. Hann var beðinn af forseta þingsins að gæta orða sinna í kjölfarið. Sigurjón sagðist skyldu gera það. Stjórnarandstæðingar voru mjög ósáttir við að ekki fengist utandagskrárumræða um málið. Þá var ítrekað beðið um að forsætisráðherra væri viðstaddur umræðuna en menntamálaráðherra var ekki á landinu. Enginn ráðherra var viðstaddur lengst af. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði ævintýralegt að menn stæðu frammi fyrir því hér á landi á árinu 2005 að það væri ekki frjáls fjölmiðlun í landinu heldur hið gagnstæða. „Það er gerð tilraun til flokkspólitísks valdaráns í Ríkisútvarpinu,“ sagði Steingrímur.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira