Olíuverð í sögulegu hámarki 2. apríl 2005 00:01 MYND/Reuters Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Olíuverð á heimsmarkaði náði sögulegu hámarki í gær, enn á ný. Það hefur hækkað um meira en helming frá því árið 2002. Um miðjan dag í gær kostaði olíufatið 57,70 dollara í New York og 56,51 dollara í Lundúnum. Verðið hefur aldrei verið hærra og óttast sérfræðingar á markaði að enn sé svigrúm fyrir hækkun. Sérfræðingar Goldman Sachs telja meira að segja líkur á verðsprengingu sem ljúki fyrst þegar verðið nái 105 dollurum á fatið. Aðrir sérfræðingar draga það þó í efa og telja að meiri háttar hryðjuverk eða annað álíka þyrfti til. Engu að síður er ljóst að í vanda stefnir, einkum í Bandaríkjunum, þar sem næg hráolía er til en vinnslustöðvar hafa ekki við. Nokkrar af stærstu olíuhreinsunarstöðvunum sem þjóna Bandaríkjunum hafa þurft að hætta vinnslu vegna bilana eða verkfalla í vikunni og í Nígeríu, sem er einn stærsti olíuútflytjandi heims, vofir verkfall yfir. Í næsta mánuði hefst sumarleyfistíminn í Bandaríkjunum með tilheyrandi bílferðum og þá er næsta víst að eldsneytisverð getur hækkað. Heimsmarkaðsverð á olíufatinu er nú meira en helmingi hærra en í byrjun árs 2002, en sé tekið tillit til verðbólgu og annarra þátta er verðið nú þó ekki jafn hátt og eftir byltinguna í Íran árið 1979. Þá kostaði olíufatið að núvirði 80 dollara.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira