Stefnir í spennandi kosningar 5. apríl 2005 00:01 Það stefnir í spennandi kosningar í Bretlandi í næsta mánuði en Tony Blair boðaði í dag að gengið yrði til þingkosninga 5. maí. Síðustu fylgiskannanir sýna að ekki hefur verið jafnmjótt á mununum á milli Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins í þrettán ár. Það hefur verið opinbert leyndarmál í Bretlandi í nokkurn tíma að kosningarnar yrðu haldnar 5. maí. Tilkynna átti um dagsetninguna í gær en því var frestað um sólarhring vegna fráfalls páfa. Tony Blair forsætisráðherra gekk síðan á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í dag en venju samkvæmt er hún formlega beðin um að leysa upp þingið svo hægt sé að boða til kosninganna. Pólitíkin í Bretlandi hefur ekki verið ýkja spennandi síðustu árin því Verkamannaflokkur Blairs hefur haft þvílíka yfirburði í könnunum og kosningum. Nú er hins vegar að verða breyting þar á, að mestu vegna óánægju Breta með framgöngu Blairs í Íraksmálinu. Meðaltalið af nokkrum helstu fylgiskönnunum sem birst hafa í Bretlandi er þannig að Verkamannaflokkurinn er með 37% fylgi, Íhaldsflokkurinn með 34%, Frjálslyndir demókratar með heil 21% og aðrir fá 8%. Þess ber að geta að niðurstöður kannana eru afar mismunandi og til dæmis birtist í dag könnun í Financial Times þar sem Íhaldsflokkurinn var með 5% forskot á Verkamannaflokkinn. Eitt er víst, fylgi Blairs, sem nú berst fyrir forsætisráðherrastólnum þriðja kjörtímabilið í röð, hefur dvínað í öllum könnunum sem birst hafa. Það stefnir því í jöfnustu kosningar í Bretlandi síðan 1992. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Það stefnir í spennandi kosningar í Bretlandi í næsta mánuði en Tony Blair boðaði í dag að gengið yrði til þingkosninga 5. maí. Síðustu fylgiskannanir sýna að ekki hefur verið jafnmjótt á mununum á milli Verkamannaflokksins og Íhaldsflokksins í þrettán ár. Það hefur verið opinbert leyndarmál í Bretlandi í nokkurn tíma að kosningarnar yrðu haldnar 5. maí. Tilkynna átti um dagsetninguna í gær en því var frestað um sólarhring vegna fráfalls páfa. Tony Blair forsætisráðherra gekk síðan á fund Elísabetar Bretlandsdrottningar í dag en venju samkvæmt er hún formlega beðin um að leysa upp þingið svo hægt sé að boða til kosninganna. Pólitíkin í Bretlandi hefur ekki verið ýkja spennandi síðustu árin því Verkamannaflokkur Blairs hefur haft þvílíka yfirburði í könnunum og kosningum. Nú er hins vegar að verða breyting þar á, að mestu vegna óánægju Breta með framgöngu Blairs í Íraksmálinu. Meðaltalið af nokkrum helstu fylgiskönnunum sem birst hafa í Bretlandi er þannig að Verkamannaflokkurinn er með 37% fylgi, Íhaldsflokkurinn með 34%, Frjálslyndir demókratar með heil 21% og aðrir fá 8%. Þess ber að geta að niðurstöður kannana eru afar mismunandi og til dæmis birtist í dag könnun í Financial Times þar sem Íhaldsflokkurinn var með 5% forskot á Verkamannaflokkinn. Eitt er víst, fylgi Blairs, sem nú berst fyrir forsætisráðherrastólnum þriðja kjörtímabilið í röð, hefur dvínað í öllum könnunum sem birst hafa. Það stefnir því í jöfnustu kosningar í Bretlandi síðan 1992.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira