24 hertekur stafræna heiminn 6. apríl 2005 00:01 Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ‘24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit). Leikurinn er gerður af Cambridge Studio sem er í eigu SCEE, og er leikurinn unninn í nánu samstarfi við Fox og framleiðendur, leiksjóra, handritshöfunda og leikara þáttanna. Leikurinn gerist milli seríu tvö og þrjú og svarar spurningum sem áður hefur verið ósvarað: Hver stóð á bakvið morðtilræðið á Palmer forseta ? Hvernig fékk Kim Bauer starf hjá CTU ? Hvernig byrjuðu Jack Bauer og Chase Edmunds að vinna saman ? Leikurinn inniheldur mjög spennandi upplýsingar fyrir aðdáendur þáttanna, ásamt því að innihalda spilun þar sem leikmenn eru stöðugt í tímapressu. Leikurinn inniheldur flesta leikarana úr fyrstu þremur seríum þáttanna og er óhætt að segja að í honum sé einhvert stærsta safn leikara sem sést hefur í leik hingað til. Talsetning þeirra, andlit og persónur hafa verið endursköpuð svo að leikmenn geti í alvöru orðið Jack Bauer (Keifer Sutherland), Kim Bauer (Elisha Cuthbert), Tony Almeida (Carlos Bernard) og aðrar persónur úr þáttunum. ‘24: The Game’ hefur fjölmarga söguþræði og inniheldur leikurinn meira en 100 verkefni sem blanda saman hinum ýmsu spilunarstílum, þar á meðal : - Fótgangandi þar sem þarf að skjóta, læðast um, leysa þrautir og skjóta af færi; - Bílaatriði sem eru allt frá því að elta bíla án þess að sjást að háhraða eltingaleikjum; - Yfirheyrslur þar sem þú þarft að neyða upplýsingar uppúr grunuðum og svo fá leikmenn fjölda af græjum sem nota þarf til að þýða dulmál og rannsaka gervihnattamyndir. Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Sony hafa tilkynnt um samning þeirra við Twentieth Century Fox um að færa sjónvarpsþáttinn ‘24’ yfir í leik fyrir PlayStation 2. ‘24: The Game’, sem verður eflaust einn af ævintýra- og hasarleikjum ársins, gerir leikmönnum kleift að stýra og upplifa glænýjan dag í lífi Jack Bauer og félaga hans hjá CTU (Los Angeles Counter Terrorist Unit). Leikurinn er gerður af Cambridge Studio sem er í eigu SCEE, og er leikurinn unninn í nánu samstarfi við Fox og framleiðendur, leiksjóra, handritshöfunda og leikara þáttanna. Leikurinn gerist milli seríu tvö og þrjú og svarar spurningum sem áður hefur verið ósvarað: Hver stóð á bakvið morðtilræðið á Palmer forseta ? Hvernig fékk Kim Bauer starf hjá CTU ? Hvernig byrjuðu Jack Bauer og Chase Edmunds að vinna saman ? Leikurinn inniheldur mjög spennandi upplýsingar fyrir aðdáendur þáttanna, ásamt því að innihalda spilun þar sem leikmenn eru stöðugt í tímapressu. Leikurinn inniheldur flesta leikarana úr fyrstu þremur seríum þáttanna og er óhætt að segja að í honum sé einhvert stærsta safn leikara sem sést hefur í leik hingað til. Talsetning þeirra, andlit og persónur hafa verið endursköpuð svo að leikmenn geti í alvöru orðið Jack Bauer (Keifer Sutherland), Kim Bauer (Elisha Cuthbert), Tony Almeida (Carlos Bernard) og aðrar persónur úr þáttunum. ‘24: The Game’ hefur fjölmarga söguþræði og inniheldur leikurinn meira en 100 verkefni sem blanda saman hinum ýmsu spilunarstílum, þar á meðal : - Fótgangandi þar sem þarf að skjóta, læðast um, leysa þrautir og skjóta af færi; - Bílaatriði sem eru allt frá því að elta bíla án þess að sjást að háhraða eltingaleikjum; - Yfirheyrslur þar sem þú þarft að neyða upplýsingar uppúr grunuðum og svo fá leikmenn fjölda af græjum sem nota þarf til að þýða dulmál og rannsaka gervihnattamyndir.
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira