Aðþrengda eiginkonan Eva Longoria er nýtt andlit snyrtivörurisans L´Oreal og fær að sögn 1,9 milljón dollara fyrir, sem er hreint ekki slæmt.
Þessi þrítuga fegurðardís frá Texas mun feta í fótspor stjarna eins og Jennifer Aniston, Natalie Imbruglia og Beyonce Knowles sem hafa allar setið fyrir á auglýsingum fyrir snyrtivörufyrirtækið undir hinu fræga slagorði "Því ég er þess virði."
"Hún var valin vegna fegurðar sinnar og vaxtar en líka út af fallegu hári sínu. Hún mun örugglega leika í mörgum sjampóauglýsingum eins og Jennifer Aniston. Þetta er stór og þýðingarmikill samningur," sagði náin vinkona Evu í viðtali við The Sun.
Tíska og hönnun