Sonic Mega Collection Plus 13. október 2005 19:01 Ég held að það sé óhætt að segja að Sonic sé ein ástsælasta tölvuleikjapersóna allra tíma. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að færa hann í nútímabúning í nýlegum þrívíddarleikjum en það hefur gengið frekar illa. Það er meira að segja að koma nýr Sonic leikur þar sem maður leikur skuggalegan fýr vopnaðan skammbyssum. Hvað er í gangi? Það eru gömlu góðu Sega Mega leikirnir sem standa eftir sem hin eina sanna snilld. Sonic Mega Collection Plus er því eins og hvalreki fyrir gamlar Sonic kempur sem vilja rifja upp gömlu taktana jafnt sem þá sem misstu kannski af þeim hér áður fyrir. Hér er ekki bara að finna “aðal” leikina, þ.e.a.s. Sonic 1-3 og Sonic & Knuckles heldur líka allskonar aukadót eins og Dr. Robotnik's Mean Bean Machine og Sonic Spinball svo eitthvað sé nefnt. Og það er ekki allt og sumt, þarna er líka að finna mismunandi útgáfur af leikjunum og með því að spila í gegnum þetta er hægt að fá leiki sem ekki eru tengdir Sonic sem aukaefni. Má þar nefna Flicky, Ristar, The Ooze og uppáhaldið mitt; Comix Zone, sem er hrein og klár snilld. Ef manni langar svo að gera eitthvað annað en að spila alla þessa leikir er líka hægt að kíkja á myndasögur sem eru þarna á disknum. Þannig að það er nóg að gera. Þegar maður kveikir á leiknum blasir við gríðarlega flott valmynd þar sem sýndar eru svipmyndir úr gömlu leikjunum og tónlistin klassíska dynur undir. Þetta er allt mjög vel upp sett þannig það ætti að vera þægilegt fyrir hvern sem er að renna í gegnum þetta. Það er í rauninni ekki hægt að skrifa umsögn um þennan pakka eins og gert er við venjulega leiki. Miðað við nútímakröfur er þetta allt náttúrulega löngu úrelt tæknilega séð. Hljóðið er gamaldags en gömlu lögin eru ennþá jafn grípandi og þau voru fyrir tíu árum. Engar breytingar hafa verið gerðar á leikjunum þannig þeir eru enn með 16-bita tvívíddargrafíkina sem þótti svo rosaleg á þessum tíma. En hverjum er ekki sama? Þetta er gaman! Það var ekki fyrr enn Prince of Persia: The Sands of Time kom út að mér fannst einhver leikur ná þessum ótrúlega hraða í spilunina sem gerði Sonic svo skemmtilegan. Maður svífur í gegnum borðin og ef maður er nógu góður stoppar maður ekki fyrr en í enda borðsins þar sem maður þarf að berjast á móti Robotnik eða eitthvað af vélmönnum hans. Endakallarnir eru mjög fjölbreyttir og jafnvel það skemmtilegasta við leikina. Í gamla daga gat maður orðið brjálaður á því að tapa á endakalli og þurfa að byrja upp á nýtt í borðinu en það þarf ekki að hafa áhyggjur af því í þessum pakka því hér er hægt að vista leikinn hvar sem er. “Aðal” Sonic leikirnir eru allir mjög svipaðir í spilun en svo er auðvitað að finna þarna ýmislegt annað eins og ég nefndi áður. Púslaleikurinn, “Robotnik's Mean Bean Machine” er t.d. stórskemmtilegur, sérstaklega ef maður er að spila gegn vini sínum. Comix Zone er myndasöguleikur í dýpsta skilningi orðsins. Þar stekkur maður á milli ramma og berst við skrímsli sem eru teiknuð fyrir framan mann. Fjörugur leikur sem hefur elst ótrúlega vel. Fjöldinn af leikjunum í þessum pakka er gríðarlegur og er kannski ástæðulaust að lýsa hverjum og einum. Fólk verður bara að renna í gegnum þetta sjálft. Leikirnir eru eins misjafnir í gæðum og þeir eru margir, Sonic 3D Blast hefur mér t.d. alltaf fundist frekar leiðinlegur. En flestir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi þarna. Sonic Mega Collection Plus er frábær pakki bæði fyrir þá sem hafa aldrei spilað Sonic áður og gömlu aðdáendurna sem vilja einfaldlega rifja upp gömlu góðu dagana. Það er ekki mikið hægt að setja út á þennan pakka. Þessir leikir hafa sannað sig áður og er þetta bara upprifjun á gullaldartíma Sega. Niðurstaða: Þessi 20 leikja pakki er það sem Sonic aðdáendur hafa beðið eftir árum saman. Hér er hægt að fara í gegnum sögu Sonic leikjanna eins og hún leggur sig- og það á aðeins einum disk! Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Sonic Team Útgefandi: Sega Heimasíða: www.sega.com Svavar Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Ég held að það sé óhætt að segja að Sonic sé ein ástsælasta tölvuleikjapersóna allra tíma. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að færa hann í nútímabúning í nýlegum þrívíddarleikjum en það hefur gengið frekar illa. Það er meira að segja að koma nýr Sonic leikur þar sem maður leikur skuggalegan fýr vopnaðan skammbyssum. Hvað er í gangi? Það eru gömlu góðu Sega Mega leikirnir sem standa eftir sem hin eina sanna snilld. Sonic Mega Collection Plus er því eins og hvalreki fyrir gamlar Sonic kempur sem vilja rifja upp gömlu taktana jafnt sem þá sem misstu kannski af þeim hér áður fyrir. Hér er ekki bara að finna “aðal” leikina, þ.e.a.s. Sonic 1-3 og Sonic & Knuckles heldur líka allskonar aukadót eins og Dr. Robotnik's Mean Bean Machine og Sonic Spinball svo eitthvað sé nefnt. Og það er ekki allt og sumt, þarna er líka að finna mismunandi útgáfur af leikjunum og með því að spila í gegnum þetta er hægt að fá leiki sem ekki eru tengdir Sonic sem aukaefni. Má þar nefna Flicky, Ristar, The Ooze og uppáhaldið mitt; Comix Zone, sem er hrein og klár snilld. Ef manni langar svo að gera eitthvað annað en að spila alla þessa leikir er líka hægt að kíkja á myndasögur sem eru þarna á disknum. Þannig að það er nóg að gera. Þegar maður kveikir á leiknum blasir við gríðarlega flott valmynd þar sem sýndar eru svipmyndir úr gömlu leikjunum og tónlistin klassíska dynur undir. Þetta er allt mjög vel upp sett þannig það ætti að vera þægilegt fyrir hvern sem er að renna í gegnum þetta. Það er í rauninni ekki hægt að skrifa umsögn um þennan pakka eins og gert er við venjulega leiki. Miðað við nútímakröfur er þetta allt náttúrulega löngu úrelt tæknilega séð. Hljóðið er gamaldags en gömlu lögin eru ennþá jafn grípandi og þau voru fyrir tíu árum. Engar breytingar hafa verið gerðar á leikjunum þannig þeir eru enn með 16-bita tvívíddargrafíkina sem þótti svo rosaleg á þessum tíma. En hverjum er ekki sama? Þetta er gaman! Það var ekki fyrr enn Prince of Persia: The Sands of Time kom út að mér fannst einhver leikur ná þessum ótrúlega hraða í spilunina sem gerði Sonic svo skemmtilegan. Maður svífur í gegnum borðin og ef maður er nógu góður stoppar maður ekki fyrr en í enda borðsins þar sem maður þarf að berjast á móti Robotnik eða eitthvað af vélmönnum hans. Endakallarnir eru mjög fjölbreyttir og jafnvel það skemmtilegasta við leikina. Í gamla daga gat maður orðið brjálaður á því að tapa á endakalli og þurfa að byrja upp á nýtt í borðinu en það þarf ekki að hafa áhyggjur af því í þessum pakka því hér er hægt að vista leikinn hvar sem er. “Aðal” Sonic leikirnir eru allir mjög svipaðir í spilun en svo er auðvitað að finna þarna ýmislegt annað eins og ég nefndi áður. Púslaleikurinn, “Robotnik's Mean Bean Machine” er t.d. stórskemmtilegur, sérstaklega ef maður er að spila gegn vini sínum. Comix Zone er myndasöguleikur í dýpsta skilningi orðsins. Þar stekkur maður á milli ramma og berst við skrímsli sem eru teiknuð fyrir framan mann. Fjörugur leikur sem hefur elst ótrúlega vel. Fjöldinn af leikjunum í þessum pakka er gríðarlegur og er kannski ástæðulaust að lýsa hverjum og einum. Fólk verður bara að renna í gegnum þetta sjálft. Leikirnir eru eins misjafnir í gæðum og þeir eru margir, Sonic 3D Blast hefur mér t.d. alltaf fundist frekar leiðinlegur. En flestir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi þarna. Sonic Mega Collection Plus er frábær pakki bæði fyrir þá sem hafa aldrei spilað Sonic áður og gömlu aðdáendurna sem vilja einfaldlega rifja upp gömlu góðu dagana. Það er ekki mikið hægt að setja út á þennan pakka. Þessir leikir hafa sannað sig áður og er þetta bara upprifjun á gullaldartíma Sega. Niðurstaða: Þessi 20 leikja pakki er það sem Sonic aðdáendur hafa beðið eftir árum saman. Hér er hægt að fara í gegnum sögu Sonic leikjanna eins og hún leggur sig- og það á aðeins einum disk! Vélbúnaður: Playstation 2 Framleiðandi: Sonic Team Útgefandi: Sega Heimasíða: www.sega.com
Svavar Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira