Svavar

Fréttamynd

Cold Winter

Cold Winter er nýr fyrstu persónu skotleikur frá óþekktu fyrirtæki sem heitir Swordfish Studios. Hér fer maður í hlutverk Breska hörkutólsins Andrew Sterling sem vann áður fyrir MI6. Agent Sterling (og þá er ég ekki að tala um Jodie Foster úr Silence of the Lambs) er tekinn höndum af kínverjum þegar leikurinn byrjar og þarf að þola pyntingar þar í marga mánuði þangað til honum er bjargað af vinkonu sinni Kim. Hún lætur hann fá vopn og fyrsta verkefnið er einfaldlega að sprengja sér leið út úr fangelsinu. Seinna í leiknum koma svo fleiri persónur inn í þetta og söguþráðurinn flækist. Söguþráðurinn í Cold Winter er mjög góður miðað við þessa tegund leikja og á hann hrós skilið fyrir það.

Leikjavísir
Fréttamynd

Devil May Cry 3: Dante's Awakening

Fyrir tæplega fjórum árum síðan kom leikurinn Devil May Cry út og sló heldur betur í gegn. Shinji Mikami og vinum hans í Capcom tókst enn einu sinni að sanna að þeir eru einhverjir allra bestu leikjahönnuðir heims. Hann kom út frekar stutt eftir að PS2 fór á markaðinn og þótti einn af þessum stóru „upphafsleikjum” á tölvuna. Á eftir honum fylgdi framhald sem stóð engan vegin undir væntingum og var því pressan á Capcom að bæta fyrir það með Devil May Cry 3. Ég get með góðri samvisku sagt að það hafi tekist fullkomlega, búið ykkur undir einhvern klikkaðasta hasarleik sem komið hefur út. Devil May Cry 3 er lentur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Blood Will Tell

Þeir gerast varla Japanskari leikirnir en Blood Will Tell. Maður fer í hlutverk Hyakkimaru, Samúræja sem var afmyndaður í æsku. Það vantaði á hann næstum alla útlimi, raddböndin, augun og ég veit ekki hvað og hvað. Faðir hans losar sig við kvikindið en góðhjartaður læknir finnur hann og tekur að sér. Læknirinn byggir svo hreinlega nýja líkamsparta á hann (guð má vita hvernig hann fer að því) og Hyakki lærir að ganga og berjast. Vondu skrímslin, svokallaðir „fiends”, gerðu þetta við hann og þegar hann fullorðnast fer hann í ferð til að drepa þá alla og fá líkamspartana sína aftur. En áður en hann fer lætur fósturpabbi hans hann fá innbyggð vopn í líkama hans sem gjöf. Já, þetta er vægast sagt furðulegt. Enda er leikurinn byggður á “anime” teiknimyndum, sem eru þekktar fyrir allt annað en að vera venjulegar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Spider Man 2

Það sem kom kannski mest á óvart í leikjaheiminum árið 2004 var hversu góðir nokkrir leikir sem byggðir voru á bíómyndum voru. Yfirleitt er hægt að afskrifa alla slíka leiki jafnvel áður en maður spilar þá. Þessu er rignt yfir mann í hvert skipti sem einhver mynd fær góða aðsókn. Beljan er mjólkuð meðan hún gefur. En það eru alltaf undantekningar. Spider-Man 2 kom eins og þruma úr heiðskýru lofti og sló í gegn. Hann fylgir söguþráði myndarinnar algjörlega eftir en býður upp á margt annað.

Leikjavísir
Fréttamynd

Atari Anthology

Það að gefa út gamla leiki aftur er alltaf frekar örugg leið fyrir framleiðendur til að græða pening á þess að þurfa að vinna mikið. Hér ákváðu Atari-menn að fá Digital Eclipse, sem eru vanir í þeirri list að “emulata” leiki til þess að setja 85 leiki af Atari 2600 og Atari Arcade á einn disk. Þetta hljómar án efa eins og góð kaup, allir þessir leikir á nokkra þúsund kalla. Digital Eclipse hafa ákveðið að setja þennan pakka upp eins og stjörnukerfið. Hægt er að velja stjörnumerki til að byrja með, sem er merkt því hvaða tegund leikirnir þar tilheyra. Þetta er flott uppsetning en verður fljótt frekar þreytt því það er svolítið vesen að fara á milli “stjörnukerfa”. En það er kannski smáatriði, það eru leikirnir sem skipta máli.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sonic Mega Collection Plus

Ég held að það sé óhætt að segja að Sonic sé ein ástsælasta tölvuleikjapersóna allra tíma. Margar tilraunir hafa verið gerðar til að færa hann í nútímabúning í nýlegum þrívíddarleikjum en það hefur gengið frekar illa. Það er meira að segja að koma nýr Sonic leikur þar sem maður leikur skuggalegan fýr vopnaðan skammbyssum. Hvað er í gangi? Það eru gömlu góðu Sega Mega leikirnir sem standa eftir sem hin eina sanna snilld. Sonic Mega Collection Plus er því eins og hvalreki fyrir gamlar Sonic kempur sem vilja rifja upp gömlu taktana jafnt sem þá sem misstu kannski af þeim hér áður fyrir.

Leikjavísir