Sport

Detroit lagði Miami

Fyrsta leik kvöldsins er lokið í NBA deildinni í körfubolta. Meistarar Detroit Pistons minntu rækilega á sig þegar þeir lögðu Miami Heat á útivelli, 80-72. Miami var án tröllsins Shaquille O´Neal, sem hefur verið frá keppni undanfarið með magavírus. Ekki bætti úr skák fyrir Flórídaliðið að þeirra aðalskorari í fjarveru O´Neal, Dwayne Wade, gat aðeins leikið 21 mínútu í leiknum vegna villuvandræða og átti afar slakan dag eins og raunar allt Miami liðið. Eddie Jones var skárstur í liðinu með 19 stig og 7 fráköst. Hjá meisturunum dreifðist stigaskorið nokkuð jafnt milli manna eins og svo oft áður, en að öðrum ólöstuðum var Tyshaun Prince þeirra besti maður með 16 stig. Hittni beggja liða var frekar slæm, enda varnir þeirra sterkar og mikið í húfi fyrir bæði lið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×