Trúnaðargögn í röngum höndum 13. apríl 2005 00:01 Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
Fyrirtæki í eigu Láru Stefánsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, á lénið utn.is en það tengist starfi hennar við upplýsingatækni í framhaldsskólum. Netföng starfsfólks utanríkisráðuneytisins enda á @utn.stjr.is en lénið utn.is er stillt þannig að allur póstur sem sendur er á póstföng sem enda á @utn.is endar í pósthólfi Láru. Þannig berst til dæmis póstur á david.oddsson@utn.is og illugi.gunnarsson@utn.is ekki í hendur ráðherra eða aðstoðarmanns hans heldur beint í hendur varaþingmanns stjórnarandstöðunnar. Lára vill ekki upplýsa um innihald póstsendinganna en segir þær hafa borist bæði á meðan Halldór Ásgrímsson var utanríkisráðherra og eins eftir að Davíð Oddsson tók við. "Í sumum tilfellum hefur verið um að ræða afar viðkvæm mál og jafnvel mál sem snúa beint að öryggi Íslands, samskipti sendiráða við utanríkisráðuneytið og eins tölvupóstsendingar á milli starfsmanna ráðuneytisins," segir Lára. Undanfarin fjögur ár hefur Lára ítrekað látið ráðuneytið vita að henni hafi borist póstur sem ráðuneytinu var ætlaður og hún segist hafa boðið ráðuneytinu lénið utn.is til kaups gegn því að kostnaður við að flytja vefinn og kynna hann á nýjum stað yrði greiddur. „Ég nefndi enga upphæð heldur bauð ráðuneytinu að koma með einhverja tölu en ég hafði aðeins í huga nokkra tugi þúsunda. Ráðuneytið vildi einungis greiða fyrir stofnun á nýju léni sem er 12 þúsund krónur og láta mig sitja uppi með vinnuna og kostnaðinn við flutning og kynningu. Ég var ekki tilbúin til þess og því hefur ekkert verið gert í þessu máli," segir Lára. Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra, sagðist sleginn yfir að ekki skyldi vera búið að ganga frá þessu máli þegar Fréttablaðið bar fréttina undir hann í gær. Hafði hann strax samband við Láru og var gengið frá samkomulagi þess efnis að ráðuneytið eignaðist lénið utn.is.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira