Innlent

Háhraðavæðing fyrir árið 2007

Fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010 gerir ráð fyrir að öll heimili, stofnanir og fyrirtæki landsins verði orðin háhraðavædd fyrir árið 2007 sem muni skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í upplýsingatækni. Áætlunin gerir ráð fyrir að ein sjónvarpsstöð hið minnsta verði send stafrænt út um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið strax á þessu ári og að í boði verði stafrænt sjónvarp um háhraðanet. Þá er stefnt að því að öryggi vegfarenda verði bætt með auknu aðgengi að farsímaþjónustu á þjóðvegum landsins og helstu ferðamannastöðum. Langdræg, stafræn farsímakerfi til að þjóna landinu öllu og miðunum verða því byggð upp. Fjarskiptaáætlunin varðar alla landsmenn og mun hafa víðtæk áhrif á þróun íslensks samfélags á næstu árum, segir í tilkynningu frá samgönguráðuneytinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×