Sport

Gaman að komast í burtu

Augu margra körfuboltaáhugamanna beindust að Stjörnuleik FIBA Europe sem var sýndur á Sýn í fyrradag. Þar áttu Íslendingar fulltrúa í Evrópuúrvalinu í fyrsta sinn en Jón Arnór Stefánsson, leikmaður Dynamo St. Petersburg í Rússlandi, var valinn í úrvalslið Evrópubúa sem átti í höggi við úrval erlendra leikmanna. "Það var mjög skemmtilegt að spila þennan leik," sagði Jón Arnór í samtali við Vísi. "Það var sérstaklega ánægjulegt að kynnast leikmönnum frá öðrum liðum í Evrópu og komast aðeins í burtu frá hversdagslífinu í Sankti Pétursborg." Jón sagðist hafa hlakkað mikið til að koma til Kýpur þegar í ljós kom að hann yrði þáttakandi í leiknum. "Ég hef komið til Kýpur áður og hlakkaði mikið til að komast í sólina." Evrópuúrvalið tapaði leiknum, 106-102, og skoraði Jón Arnór 10 stig og tók 3 fráköst. Jón sagði að umgjörð leiksins var með langdregnara móti. "Leikurinn var lengri fyrir vikið og það var of mikið af langdregnum dansatriðum. Hápunktur leiksins fyrir mér var lokafjórðungur leiksins þar sem menn voru farnir að spila eins og lið til þess að reyna að vinna leikinn," sagði Jón Arnór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×