Fagna lægra verði á tímaritum 16. apríl 2005 00:01 Neytendur fagna samkeppni á tímaritamarkaði og telja hana löngu tímabæra. Eftir að verslunin Office One tilkynnti að erlend tímarit yrðu seld á mun lægra verði en áður hefur tíðkast tóku aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu við sér og boðuðu einnig lægra verð. Forsvarsmenn Griffils í Skeifunni segjast í 20 ár hafa haft að leiðarljósi að vera alltaf ódýrari og á því verði engin breyting í þetta skiptið. Þá hefur Hagkaup einnig greint frá því að fyrirtækið ætli að taka þátt í verðstríðinu og bjóða neytendum tímarit á góðu verði. Penninn Eymundsson segir að mögulegt sé að selja fáa titla á fáum stöðum með lítilli sem engri álagningu í skamman tíma en slíkt geti enginn sem ætli að veita góða þjónustu til lengri tíma. Hins vegar er ljóst að neytendur kunna vel að meta samkeppnina. Ingvar Óskarsson segist aðspurður lítast vel á samkeppnina á tímaritamarkaði enda lækki þá verð á tímaritum sem sé mjög mjög gott. Margrét Árnadóttir tekur í sama streng og vonar að sú einokun sem verið hafi verði afnumin. Hún hafi alveg verið hætt að kaupa blöð. Aðspurð telur hún að breyting verði á því núna og samkeppni verði á þessum markaði. Svala Heiðberg segist líta samkeppnina jákvæðum augum en segir að það verði að koma í ljós hvort verðstríðið breyti einhverju. Aðspurð segist hún hafa keypt svolítið af tímaritum og býst við að lækkað verð hafi áhrif á kaup hennar. Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Neytendur fagna samkeppni á tímaritamarkaði og telja hana löngu tímabæra. Eftir að verslunin Office One tilkynnti að erlend tímarit yrðu seld á mun lægra verði en áður hefur tíðkast tóku aðrar verslanir á höfuðborgarsvæðinu við sér og boðuðu einnig lægra verð. Forsvarsmenn Griffils í Skeifunni segjast í 20 ár hafa haft að leiðarljósi að vera alltaf ódýrari og á því verði engin breyting í þetta skiptið. Þá hefur Hagkaup einnig greint frá því að fyrirtækið ætli að taka þátt í verðstríðinu og bjóða neytendum tímarit á góðu verði. Penninn Eymundsson segir að mögulegt sé að selja fáa titla á fáum stöðum með lítilli sem engri álagningu í skamman tíma en slíkt geti enginn sem ætli að veita góða þjónustu til lengri tíma. Hins vegar er ljóst að neytendur kunna vel að meta samkeppnina. Ingvar Óskarsson segist aðspurður lítast vel á samkeppnina á tímaritamarkaði enda lækki þá verð á tímaritum sem sé mjög mjög gott. Margrét Árnadóttir tekur í sama streng og vonar að sú einokun sem verið hafi verði afnumin. Hún hafi alveg verið hætt að kaupa blöð. Aðspurð telur hún að breyting verði á því núna og samkeppni verði á þessum markaði. Svala Heiðberg segist líta samkeppnina jákvæðum augum en segir að það verði að koma í ljós hvort verðstríðið breyti einhverju. Aðspurð segist hún hafa keypt svolítið af tímaritum og býst við að lækkað verð hafi áhrif á kaup hennar.
Neytendur Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Starbucks opnar á Íslandi Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira