Innlent

Efla uppbyggingu háhraðanets

Heimili, fyrirtæki og stofnanir verða öll komin með möguleika á háhraðatengingum fyrir lok næsta árs samkvæmt fjarskiptaáætlun samgönguráðherra. Efla á háhraðatengingarnar á næstu árum þannig að árið 2010 verði hraðinn í fastneti að lágmarki 100 megabæt á sekúndu og eitt megabæt til notanda í farnetum. Fjarskiptaáætlunin byggir hvort tveggja á framlagi stjórnvalda og aðgerðum fjarskiptafyrirtækja. "Með þessum hugmyndum, sem ég á ekki von á öðru en að fjarskiptafyrirtækin og útvarps- og sjónvarpsfyrirtækin taki vel, munum við standa jafnfætis þeim þjóðum sem best eru settar. Það hlýtur að vera keppikefli fyrir okkur," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra. "Í tengslum við ákvörðunina um sölu hlutabréfanna núna var ákveðið að setja 900 milljónir til styrkingar farsímakerfana á þjóðvegum og við fjölfarna ferðamannastaði og að leggja fjármuni í að koma stafrænum sjónvarps- og útvarpssendingum í gegnum gervihnetti sem mætti nýtast jafnt sjófarendum sem íbúum í mesta dreifbýlinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×