Benedikt XVI og afstæðishyggjan Egill Helgason skrifar 19. apríl 2005 00:01 Ég horfði á í beinni útsendingu þegar Ratzinger kardínáli var útnefndur páfi. Þetta voru miklar seremóníur, stendur allt á gömlum merg – altént töluðu þeir fína latínu: "Annuntio vobis gaudium magnum. Habemus papam!" Maður hefði átt að læra meira í þessari tungu. Það verður spennandi að fylgjast með þessum meinta rottweilerhundi kirkjunnar. Hann kemst að minnsta kosti ágætlega að orði þar sem hann varar við "harðstjórn afstæðishyggju sem ekki viðurkennir að neitt sé fullvíst og á sér ekkert markmið annað en sitt eigið sjálf og eigin þrár". --- --- --- Annars rifjaðist upp fyrir mér saga sem Oriana Fallaci, ítalska blaðakonan fræga, sagði um páfakjörið síðasta. Kardínálarnir eru samankomnir í Sixtínsku kapellunni og eiga að kjósa páfa. Ekkert gengur. Svo spyr einn stundarhátt: "Trúir einhver hér inni á Guð?" Allir svara: "Nei." Salurinn hugsar sig um. Svo segir einn: "Við verðum að finna einhvern sem trúir á Guð." Eftir mikla umhugsun dettur einhverjum í hug að á Írlandi og í Póllandi sé ennþá fólk sem trúi á Guð. Það er náð í síma. Reynt að hringja til Írlands en næst ekki samband. Svo er hringt til Póllands og þá svarar maður, Wojtyla í Kraká. "Heyrðu Wojtyla. Trúir þú á Guð?" "Já." "Komdu þá endilega til Rómar og vertu páfinn okkar." --- --- --- Í gærkvöldi var ég gestur á umræðufundi um flugvöllinn hjá Heimdalli og nokkrum hverfafélögum Sjálfstæðisflokksins. Þetta var fjörugur fundur og furðu fjölmennur. Mótherji minn var Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, gamall kunningi minn úr Vesturbænum og mikill ágætismaður. Við gátum allavega verið sammála um að ef fyndist annað flugvallarstæði í grennd við höfuðborgina ætti ekki að vera neitt mál að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þetta ætti að geta orðið málamiðlun sem menn sætta sig við – ekki síst í ljósi þess hversu verðmæti landsins í Vatnsmýri fer ört vaxandi. Ég tengdi þetta við hugmyndir um brú yfir Skerjafjörð, en hún hefði í för með sér að hægt væri að aka hring umhverfis höfuðborgarsvæðið. Þá yrði örstutt úr Miðbænum suður í Hafnarfjörð og Garðabæ. Ég heyrði ekki betur en að þetta fengi góðan hljómgrunn hjá fundarmönnum. Í upphafi fundar vakti ég athygli á því að byggðin í Reykjavík væri svo dreifð að hægt væri að koma hinni eiginlegu París – svæðinu innan hringbrautarinnar sem liggur kringum stórborgina – fyrir á svæði sem markast af Vegamótum á Seltjarnarnesi, Viðey, efri mörkum Árbæjar og Breiðholts og suðurjaðri Kópavogs. Innan hringbrautar í París búa hátt í þrjár milljónir manna. Íbúatala höfuðborgarsvæðisins hefur fjórfaldast síðan um miðja síðustu öld, en á sama tíma hefur landþörfin fertugfaldast. Það er mikil sóun. Stutta frásögn af fundinum og myndir af honum má finna hér á Frelsi, vef Heimdallar. --- --- --- Kristófer Már Kristinsson skrifar ágæta grein í Moggann í dag, afgreiðir hugmyndir um sameiningu Samfylkingar og Vinstri grænna mjög snyrtilega: "Einhvers staðar verða vondir að vera, sagði Kölski forðum þegar Gvendur góði vígði bjargið. Þetta má og gilda um fuglabjarg íslenskra stjórnmála. Ég get ekki skilið hvaða erindi Samfylking á við að sameinast Vinstri grænum. Það er ljóst að sá flokkur varð til vegna þess að stefnuskrá sameinuðu flokkanna hentaði þeim ekki. Það er ókurteisi að láta eins og einhver forystuþrá eða ótti við fækkun fyrirmanna á þingi hafi ráðið ferðinni. Vinstri grænir eiga fullan rétt á sér sem stjórnmálaflokkur með sérstöðu. Hann hefur stefnumál og áherslur sem aðrir flokkar sinna ekki. Ögmundur og Steingrímur og þeir aðrir félagar standa öflugan vörð um klassískt afturhald og gærdagspólitík, gott hjá þeim. Ég held að reynslan sýni að á sama hátt og 10% öfgar á hægrikanti eru 10% á vinstri kanti eðlilegur hlutur í misjafnlega upplýstu samfélagi. Þess vegna hélt ég að sameiningunni hefði verið lokið um árið og samkomulag um að leyfa 10% að vera í friði og leggja frekar áherslu á nýjar áherslur og aðferðir í stjórnmálum. Ég fyrir mitt leyti verð að segja að ég nenni ekki að upplifa eina sameininguna enn. Er ekki bara ágætt að vinna úr því sem náðst hefur, eða hver hefur veitt leiðtogum umboð til að efna til málefnatombólu með VG? Frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur hefur gott tilefni til að verða og vera stór í íslenskri pólitík. Samfylkingin - Vinstri grænir ekki." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun
Ég horfði á í beinni útsendingu þegar Ratzinger kardínáli var útnefndur páfi. Þetta voru miklar seremóníur, stendur allt á gömlum merg – altént töluðu þeir fína latínu: "Annuntio vobis gaudium magnum. Habemus papam!" Maður hefði átt að læra meira í þessari tungu. Það verður spennandi að fylgjast með þessum meinta rottweilerhundi kirkjunnar. Hann kemst að minnsta kosti ágætlega að orði þar sem hann varar við "harðstjórn afstæðishyggju sem ekki viðurkennir að neitt sé fullvíst og á sér ekkert markmið annað en sitt eigið sjálf og eigin þrár". --- --- --- Annars rifjaðist upp fyrir mér saga sem Oriana Fallaci, ítalska blaðakonan fræga, sagði um páfakjörið síðasta. Kardínálarnir eru samankomnir í Sixtínsku kapellunni og eiga að kjósa páfa. Ekkert gengur. Svo spyr einn stundarhátt: "Trúir einhver hér inni á Guð?" Allir svara: "Nei." Salurinn hugsar sig um. Svo segir einn: "Við verðum að finna einhvern sem trúir á Guð." Eftir mikla umhugsun dettur einhverjum í hug að á Írlandi og í Póllandi sé ennþá fólk sem trúi á Guð. Það er náð í síma. Reynt að hringja til Írlands en næst ekki samband. Svo er hringt til Póllands og þá svarar maður, Wojtyla í Kraká. "Heyrðu Wojtyla. Trúir þú á Guð?" "Já." "Komdu þá endilega til Rómar og vertu páfinn okkar." --- --- --- Í gærkvöldi var ég gestur á umræðufundi um flugvöllinn hjá Heimdalli og nokkrum hverfafélögum Sjálfstæðisflokksins. Þetta var fjörugur fundur og furðu fjölmennur. Mótherji minn var Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair, gamall kunningi minn úr Vesturbænum og mikill ágætismaður. Við gátum allavega verið sammála um að ef fyndist annað flugvallarstæði í grennd við höfuðborgina ætti ekki að vera neitt mál að leggja niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Þetta ætti að geta orðið málamiðlun sem menn sætta sig við – ekki síst í ljósi þess hversu verðmæti landsins í Vatnsmýri fer ört vaxandi. Ég tengdi þetta við hugmyndir um brú yfir Skerjafjörð, en hún hefði í för með sér að hægt væri að aka hring umhverfis höfuðborgarsvæðið. Þá yrði örstutt úr Miðbænum suður í Hafnarfjörð og Garðabæ. Ég heyrði ekki betur en að þetta fengi góðan hljómgrunn hjá fundarmönnum. Í upphafi fundar vakti ég athygli á því að byggðin í Reykjavík væri svo dreifð að hægt væri að koma hinni eiginlegu París – svæðinu innan hringbrautarinnar sem liggur kringum stórborgina – fyrir á svæði sem markast af Vegamótum á Seltjarnarnesi, Viðey, efri mörkum Árbæjar og Breiðholts og suðurjaðri Kópavogs. Innan hringbrautar í París búa hátt í þrjár milljónir manna. Íbúatala höfuðborgarsvæðisins hefur fjórfaldast síðan um miðja síðustu öld, en á sama tíma hefur landþörfin fertugfaldast. Það er mikil sóun. Stutta frásögn af fundinum og myndir af honum má finna hér á Frelsi, vef Heimdallar. --- --- --- Kristófer Már Kristinsson skrifar ágæta grein í Moggann í dag, afgreiðir hugmyndir um sameiningu Samfylkingar og Vinstri grænna mjög snyrtilega: "Einhvers staðar verða vondir að vera, sagði Kölski forðum þegar Gvendur góði vígði bjargið. Þetta má og gilda um fuglabjarg íslenskra stjórnmála. Ég get ekki skilið hvaða erindi Samfylking á við að sameinast Vinstri grænum. Það er ljóst að sá flokkur varð til vegna þess að stefnuskrá sameinuðu flokkanna hentaði þeim ekki. Það er ókurteisi að láta eins og einhver forystuþrá eða ótti við fækkun fyrirmanna á þingi hafi ráðið ferðinni. Vinstri grænir eiga fullan rétt á sér sem stjórnmálaflokkur með sérstöðu. Hann hefur stefnumál og áherslur sem aðrir flokkar sinna ekki. Ögmundur og Steingrímur og þeir aðrir félagar standa öflugan vörð um klassískt afturhald og gærdagspólitík, gott hjá þeim. Ég held að reynslan sýni að á sama hátt og 10% öfgar á hægrikanti eru 10% á vinstri kanti eðlilegur hlutur í misjafnlega upplýstu samfélagi. Þess vegna hélt ég að sameiningunni hefði verið lokið um árið og samkomulag um að leyfa 10% að vera í friði og leggja frekar áherslu á nýjar áherslur og aðferðir í stjórnmálum. Ég fyrir mitt leyti verð að segja að ég nenni ekki að upplifa eina sameininguna enn. Er ekki bara ágætt að vinna úr því sem náðst hefur, eða hver hefur veitt leiðtogum umboð til að efna til málefnatombólu með VG? Frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur hefur gott tilefni til að verða og vera stór í íslenskri pólitík. Samfylkingin - Vinstri grænir ekki."
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun