Ford með nýtt fyrirtæki 20. apríl 2005 00:01 Fatahönnuðurinn Tom Ford, ásamt félaga sínum Domenico De Sole, eru risnir úr öskustónni eftir dramatíska uppsögn hjá tískurisanum Gucci fyrir ári. Þeir félagar hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem ber það frumlega heiti Tom Ford. Vörur fyrirtækisins verða í tveimur flokkum og munu koma á markað á næsta ári. Annars vegar verður fyrirtækið með snyrtivörur, framleiddar í samvinnu með Estee Lauder, og hins vegar mun það framleiða gleraugu í samvinnu við Marcolin. Tom Ford er best þekktur fyrir að blása nýju lífi í Gucci-fyrirtækið en eftir ósætti við nýjan eiganda Gucci í fyrra, Pinault-Printemps-Redoute, tók hann sér frí frá hönnun, fluttist til Los Angeles og reyndi að gerast kvikmyndaleikstjóri. Ford verður forstjóri Tom Ford en De Sole stjórnarformaður. Fyrirtækið verður í Los Angeles og hönnunarstúdíó í London en fyrirtækið verður fjármagnað með þeim mörgu milljónum sem félagarnir Ford og De Sole þénuðu hjá Gucci. Tom Ford fæddist árið 1962 í Austin í Texas en eyddi barnæskunni í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Um leið og hann hafði vit fyrir sér flutti hann til stóra eplisins, New York, og skráði sig í listasögu við New York-háskóla. En námsleiðin tók sveig þar sem hann ákvað að læra arkitektúr í Parsons hönnunarskólanum í New York og hann kláraði námið þar í París í Frakklandi. Þegar námi lauk flutti hann aftur til New York og árið 1986 gekk hann til liðs við hönnunarteymi fatahönnuðarins Cathy Hardwick. Árið 1988 kom stóra fyrirtækið þegar hann varð hönnunarstjóri hjá Perry Ellis. Tveimur árum seinna fluttist hann til Mílanó á Ítalíu þar sem hann gekk til liðs við kvenmannsfataútibú Gucci. Árið 1992 færði hann sig upp á við og var enn og aftur orðinn hönnunarstjóri. Frægustu hönnuðir heims sáu strax að hér var um náttúruhæfileika að ræða og varð hann fljótt einn af þeim. Ford hefur unnið til margra verðlauna síðan hann byrjaði í bransanum, þar á meðal var hann valinn alþjóðlegur hönnuður ársins 1996, hefur hlotið fern VH-1 tískuverðlaun, var valinn kvenfatahönnuður ársins 1999 og hlaut Elle Style Icon verðlaunin árið 1999.Tom Ford er einn vinsælasti fatahönnuður heims og hefur gert garðinn frægan með fágaðri, stílhreinni en jafnframt ögrandi hönnun. Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fatahönnuðurinn Tom Ford, ásamt félaga sínum Domenico De Sole, eru risnir úr öskustónni eftir dramatíska uppsögn hjá tískurisanum Gucci fyrir ári. Þeir félagar hafa stofnað nýtt fyrirtæki sem ber það frumlega heiti Tom Ford. Vörur fyrirtækisins verða í tveimur flokkum og munu koma á markað á næsta ári. Annars vegar verður fyrirtækið með snyrtivörur, framleiddar í samvinnu með Estee Lauder, og hins vegar mun það framleiða gleraugu í samvinnu við Marcolin. Tom Ford er best þekktur fyrir að blása nýju lífi í Gucci-fyrirtækið en eftir ósætti við nýjan eiganda Gucci í fyrra, Pinault-Printemps-Redoute, tók hann sér frí frá hönnun, fluttist til Los Angeles og reyndi að gerast kvikmyndaleikstjóri. Ford verður forstjóri Tom Ford en De Sole stjórnarformaður. Fyrirtækið verður í Los Angeles og hönnunarstúdíó í London en fyrirtækið verður fjármagnað með þeim mörgu milljónum sem félagarnir Ford og De Sole þénuðu hjá Gucci. Tom Ford fæddist árið 1962 í Austin í Texas en eyddi barnæskunni í Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Um leið og hann hafði vit fyrir sér flutti hann til stóra eplisins, New York, og skráði sig í listasögu við New York-háskóla. En námsleiðin tók sveig þar sem hann ákvað að læra arkitektúr í Parsons hönnunarskólanum í New York og hann kláraði námið þar í París í Frakklandi. Þegar námi lauk flutti hann aftur til New York og árið 1986 gekk hann til liðs við hönnunarteymi fatahönnuðarins Cathy Hardwick. Árið 1988 kom stóra fyrirtækið þegar hann varð hönnunarstjóri hjá Perry Ellis. Tveimur árum seinna fluttist hann til Mílanó á Ítalíu þar sem hann gekk til liðs við kvenmannsfataútibú Gucci. Árið 1992 færði hann sig upp á við og var enn og aftur orðinn hönnunarstjóri. Frægustu hönnuðir heims sáu strax að hér var um náttúruhæfileika að ræða og varð hann fljótt einn af þeim. Ford hefur unnið til margra verðlauna síðan hann byrjaði í bransanum, þar á meðal var hann valinn alþjóðlegur hönnuður ársins 1996, hefur hlotið fern VH-1 tískuverðlaun, var valinn kvenfatahönnuður ársins 1999 og hlaut Elle Style Icon verðlaunin árið 1999.Tom Ford er einn vinsælasti fatahönnuður heims og hefur gert garðinn frægan með fágaðri, stílhreinni en jafnframt ögrandi hönnun.
Mest lesið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Menning „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Gert að halda öllum gögnum um „Nicepool“ Lífið Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Bíó og sjónvarp „Í rauninni fyrsti íslenski samfélagsmiðillinn“ Lífið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira