Afstaðinn vetur fór öfga á milli 22. apríl 2005 00:01 Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira
Flestir viðmælendur Fréttablaðsins virðast sammála um að veturinn sem nú er að baki hafi verið tvískiptur og jafnvel farið öfganna á milli. Í nóvember gerði svo kalt í Reykjavík að frostið fór niður fyrir fimmtán gráður en slíkur kuldi hafði ekki mælst í nóvembermánuði í tuttugu og fjögur ár. Á Akureyri fór frost einnig niður í fimmtán stig. Sennilega gerði þó Vetur konungur mestan usla á Vestfjörðum en þar snjóaði stanslaust yfir jólahátíðirnar en snjóskriðuhrina tók svo við í upphafi árs. Þar á meðal urðu hús í Hnífsdal undir snjóskriðu. Veturinn var annasamur hjá gatnamálayfirvöldum og vegagerðinni víða um land. "Það voru smá tímabil sem voru til friðs en annars var þetta erfiður vetur og það þurfti mikið að salta," segir Guðbjartur Sigfússon, yfirverkfræðingur í rekstrardeild framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar. Hann segir götur borgarinnar koma frekar illa undan vetri. Jón Baldvin Jóhannesson, verkstjóri Vegagerðarinnar á Ísafirði, segir janúarbyrjun hafa verið erfiðan tíma fyrir vestan enda féllu þá margar snjóskriður en að því frátöldu hafi veturinn verið blíður. Þegar á leið sýndi veturinn svo á sér mýkri og bjartari hliðar. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að eftir risjótta og kalda tíð hafi svo komið óvenju mikil hlýindi upp úr miðjum janúar með tilheyrandi vetrarhlákum. Svo hafi hlýindi með stöðugri suðvestanátt borið hafís til landsins í marsmánuði. Þessi snemmbúnu hlýindi náðu svo hámarki á páskadag í Borgarfirði en þá fór hitinn upp fyrir sautján gráður. Það er því gott útlit fyrir þá sem bíða spenntir eftir því að komast um hálendisvegina. Ef fram heldur sem horfir gæti Kjalvegur orðið fær seinnipart maímánuðar og Sprengisandsleið mánuði síðar að sögn Björns Svavarssonar eftirlitsmanns hjá Vegagerðinni. Ef svo fer væri það einni til tveimur vikum fyrr en venjulega.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Sjá meira