Erlent

Ný ríkisstjórn mynduð

Ný ríkisstjórn Ítalíu, undir forsæti Silvio Berlusconi, hefur verið mynduð. Talsmaður forsetaskrifstofunnar segir að hún taki formlega við stjórnartaumum síðar í dag. Þar með er endir bundinn á það upplausnarástand sem ríkt hefur í ítölskum stjórnmálum síðustu vikur. Fjórir nýir ráðherrar taka sæti en bæði utanríkis- og fjármálaráðherra landsins starfa áfram í nýrri stjórn. Ný ríkisstjórn Berlusconis hefur nú tæpt ár til að bæta efnahagsástandið fyrir þingkosningarnar sem fram fara í maí á næsta ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×