San Antonio 0 - Denver 1 25. apríl 2005 00:01 Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig. NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Í beinni: Njarðvík - Haukar | Toppslagur í nýju Ljónagryfjunni Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Óvæntustu úrslit fyrstu umferðar úrslitakeppninnar litu dagsins ljós á sunnudagskvöldið þegar hið eldheita lið Denver Nuggets, gerði sér lítið fyrir og skellti meistaraefnunum í San Antonio Spurs, 93-87 í fyrsta leik liðanna í San Antonio. Tim Duncan var mættur til leiks með Spurs eftir að hafa verið lengi frá vegna ökklameiðsla og lék vel lengst af í leiknum. Spurs höfðu forystu fram í fjórða leikhlutann og ekkert benti til annars en að þeir færu með sigur af hólmi, þegar þeir skoruðu úr fyrstu þremur skotum sínum í lokaleikhlutanum. Þá hinsvegar hrundi sóknarleikur liðsins til grunna og Denver gekk á lagið og sigraði, en liðið er nú komið í óskastöðu í einvíginu þótt mikið sé enn eftir af því. Andre Miller, leikstjórnandi Denver, fór á kostum í leiknum og skoraði 31 stig, en Tim Duncan hitti ekki úr einu einasta af sjö skotum sínum í lokaleikhlutanum, þótt mörg þeirra kæmu úr upplögðum færum. Vörn Denver var grimm og gerðu stóru mennirnir hjá Denver andstæðingum sínum lífið leitt undir lokin. "Ég fékk fjöldan allan af tækifærum til að skora í lokaleikhlutanum en náði ekki að nýta þau. Það varð okkur dýrt í kvöld," sagði Duncan eftir leikinn. "Við erum ekki vanir að leika góða vörn í 48 mínútur, en það tókst hjá okkur í kvöld og vonandi verður framhald á því," sagði George Karl, þjálfari Denver. Liðið eygir nú að slá Spurs út úr keppni í fyrstu umferðinni, en það yrði ekki í fyrsta sinn sem liði næði að leggja mun hærra skrifaðan andstæðing í fyrstu umferðinni, því fyrir nokkrum árum sló liðið út Seattle Supersonics í fyrstu umferðinni, sem þá var með bestan árangur allra liða í deildinni og þá var George Karl einmitt við stjórnvölinn hjá Sonics. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 23 stig, Tim Duncan 18 stig (11 fráköst), Nazr Mohammed 15 stig (15 fráköst, 4 varin skot), Tony Parker 12 stig, Robert Horry 12 stig.Atkvæðamestir í liði Denver:Andre Miller 31 stig, Carmelo Anthony 14 stig, Marcus Camby 12 stig (12 fráköst, 4 varin skot), Kenyon Martin 11 stig (9 fráköst), Nene Hilario 9 stig, Earl Boykins 9 stig.
NBA Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Í beinni: Valur - Tindastóll | Stólarnir á fleygiferð Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Í beinni: Njarðvík - Haukar | Toppslagur í nýju Ljónagryfjunni Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Ræddu ótrúlega fimmtán leikja sigurgöngu OKC Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Kastaði óvart spaða í áhorfanda Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Svartur mánudagur í NFL-deildinni: Fjórar þjálfarastöður á lausu Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Dagskráin: Enski, kvennakarfa og Lokasóknin undirbýr úrslitakeppnina Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira