Nýr öryrki sjöttu hverja stund 26. apríl 2005 00:01 Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra kynnti skýrsluna Fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingar sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók saman. Samkvæmt henni hefur öryrkjum fjölgað úr 8.700 árið 1992 í 13.800 árið 2004 og hefur hlutfallslega fjölgað mest í hópi yngri öryrkja. Þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir og veldur hún mönnum áhyggjum þar sem hún á sér ekki hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Fjölgun öryrkja er meðal annars rakin til hertra krafna um arðsemi á vinnumarkaði þar sem þeir sem orðið hafa atvinnulausir til lengri tíma hafa að lokum orðið öryrkjar. Einnig er þróunin rakin til breytinga sem gerðar voru á örorkumatsstaðli árið 1999. Tryggvi Þór Herbertsson segir að breytingin hafi verið á þann veg að fólk sé nú einungis metið út frá læknisfræðilegum forsendum en ekki út frá afkomumöguleikum eða starfsþreki þannig að það virðist vera orðið mun erfiðara fyrir Tryggingastofnun eða tryggingalækna að hafna fólki um örorkumat. Þá sé munur á atvinnuleysisbótum og örorkulífeyri orðinn það mikill að það sé fjárhagslegur hvati fyrir þann sem glímir við langtímaatvinnuleysi að sækja um örorkulífeyri. Erfitt sé að hafa hemil á þessu vegna læknisfræðilega matsins. Heilbrigðisráðherra hefur kynnt ríkisstjórn skýrsluna og hefur verið ákveðið að nefnd skipuð fulltrúum fjármála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis fari yfir stöðuna og skili tillögum fyrir 15. júní næstkomandi um hugsanlegar aðgerðir. Heilbrigðisráðherra telur brýnast að skoða fjölgun ungra öryrkja. Hann segir það stóhættulegt fyrir ungt fólk sem eigi við tímabunda erfiðleika að etja að festast í þessu kerfi. Aðspurður hhvor það sé ekki augljóst samkvæmt upplýsingunum í skýrslunni að örorkumatið standist ekki segir Jón ljóst að það sé auðveldara en áður að komast á örorkubætur án þess að hann vilji leggja mat á það hvort það hafi verið of erfitt áður, en þetta þurfi að fara yfir. Öryrkjabandalag Íslands segir að skýrsla heilbrigðisráðherra um fjölgun öryrkja sé athyglisvert innlegg í þarfa umræðu um þessi málefni. Hún staðfesti það sem bandalagið hafi haldið fram, að tengsl séu á milli atvinnustigs og örorku og því komi niðurstöður hennar ekki á óvart. Öryrkjabandalagið efast hins vegar um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja, þar sem ekki sé byggt á skattagögnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Á sjöttu hverri klukkustund er skráður nýr öryrki á Íslandi. Örorkustaðall hér á landi gerir fólki auðveldara en áður að fá örorkumat og fjárhagslegur hvati veldur því að það sækist eftir slíku mati. Heilbrigðisráðherra kynnti í dag skýrslu um fjölgun öryrkja og sagði hann gríðarlega fjölgun ungra öryrkja mikið áhyggjuefni. Heilbrigðisráðherra kynnti skýrsluna Fjölgun öryrkja, orsök og afleiðingar sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, tók saman. Samkvæmt henni hefur öryrkjum fjölgað úr 8.700 árið 1992 í 13.800 árið 2004 og hefur hlutfallslega fjölgað mest í hópi yngri öryrkja. Þykir þróunin þar svo ör að furðu sætir og veldur hún mönnum áhyggjum þar sem hún á sér ekki hliðstæðu annars staðar á Norðurlöndum. Fjölgun öryrkja er meðal annars rakin til hertra krafna um arðsemi á vinnumarkaði þar sem þeir sem orðið hafa atvinnulausir til lengri tíma hafa að lokum orðið öryrkjar. Einnig er þróunin rakin til breytinga sem gerðar voru á örorkumatsstaðli árið 1999. Tryggvi Þór Herbertsson segir að breytingin hafi verið á þann veg að fólk sé nú einungis metið út frá læknisfræðilegum forsendum en ekki út frá afkomumöguleikum eða starfsþreki þannig að það virðist vera orðið mun erfiðara fyrir Tryggingastofnun eða tryggingalækna að hafna fólki um örorkumat. Þá sé munur á atvinnuleysisbótum og örorkulífeyri orðinn það mikill að það sé fjárhagslegur hvati fyrir þann sem glímir við langtímaatvinnuleysi að sækja um örorkulífeyri. Erfitt sé að hafa hemil á þessu vegna læknisfræðilega matsins. Heilbrigðisráðherra hefur kynnt ríkisstjórn skýrsluna og hefur verið ákveðið að nefnd skipuð fulltrúum fjármála-, heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis fari yfir stöðuna og skili tillögum fyrir 15. júní næstkomandi um hugsanlegar aðgerðir. Heilbrigðisráðherra telur brýnast að skoða fjölgun ungra öryrkja. Hann segir það stóhættulegt fyrir ungt fólk sem eigi við tímabunda erfiðleika að etja að festast í þessu kerfi. Aðspurður hhvor það sé ekki augljóst samkvæmt upplýsingunum í skýrslunni að örorkumatið standist ekki segir Jón ljóst að það sé auðveldara en áður að komast á örorkubætur án þess að hann vilji leggja mat á það hvort það hafi verið of erfitt áður, en þetta þurfi að fara yfir. Öryrkjabandalag Íslands segir að skýrsla heilbrigðisráðherra um fjölgun öryrkja sé athyglisvert innlegg í þarfa umræðu um þessi málefni. Hún staðfesti það sem bandalagið hafi haldið fram, að tengsl séu á milli atvinnustigs og örorku og því komi niðurstöður hennar ekki á óvart. Öryrkjabandalagið efast hins vegar um að skýrslan gefi raunhæfa mynd af tekjum öryrkja, þar sem ekki sé byggt á skattagögnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira