Rifist um lykilráðuneyti 28. apríl 2005 00:01 Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. Ibrahim Al Jaafari, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði afhent forsetaráði landsins lista með væntanlegri ríkisstjórn landsins, sem verður væntanlega fyrsta lýðræðislega ríkisstjórn landsins í meira en hálfa öld. Þingið greiddi í morgun atkvæði með nýju stjórninni með yfirgnæfandi meirihluta en enn er þó deilt um skipan nokkurra lykilráðherraembætta: olíumálaráðherra, raforkuráðherra, iðnaðarráðherra og mannréttindaráðherra hafa ekki enn verið tilnefndir og sömu sögu er að segja af embættum tveggja aðstoðarforsætisráðherra. Þykir það sýna glöggt hversu djúpstæður ágreiningur er um nýju stjórnina. Þar verður enga félaga í flokki Iyads Allawis, núverandi bráðabirgðaforsætisráðherra, að finna en hann stormaði út af fundi og hætti þátttöku í myndun nýju stjórnarinnar fyrir skömmu þegar honum þótti ljóst að flokkurinn fengi ekki þau ráðherraembætti sem hann sóttist eftir. Ærin verkefni bíða nýju stjórnarinnar: hún þarf að hafa yfirumsjón með baráttunni við uppreisnar- og hryðjuverkamenn, sem og takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórnin verður að semja nýja stjórnarskrá í samstarfi við þingið en sá starfi hefur gengið illa og þykir víst að sótt verði um frest til að leggja stjórnarskrárfrumvarpið fram til þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda á nýjar þingkosningar í Írak í desember næstkomandi. Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Írak eftir þriggja mánaða þref. Enn er þó rifist um nokkur lykilráðuneyti. Ibrahim Al Jaafari, forsætisráðherra Íraks, tilkynnti í gærkvöldi að hann hefði afhent forsetaráði landsins lista með væntanlegri ríkisstjórn landsins, sem verður væntanlega fyrsta lýðræðislega ríkisstjórn landsins í meira en hálfa öld. Þingið greiddi í morgun atkvæði með nýju stjórninni með yfirgnæfandi meirihluta en enn er þó deilt um skipan nokkurra lykilráðherraembætta: olíumálaráðherra, raforkuráðherra, iðnaðarráðherra og mannréttindaráðherra hafa ekki enn verið tilnefndir og sömu sögu er að segja af embættum tveggja aðstoðarforsætisráðherra. Þykir það sýna glöggt hversu djúpstæður ágreiningur er um nýju stjórnina. Þar verður enga félaga í flokki Iyads Allawis, núverandi bráðabirgðaforsætisráðherra, að finna en hann stormaði út af fundi og hætti þátttöku í myndun nýju stjórnarinnar fyrir skömmu þegar honum þótti ljóst að flokkurinn fengi ekki þau ráðherraembætti sem hann sóttist eftir. Ærin verkefni bíða nýju stjórnarinnar: hún þarf að hafa yfirumsjón með baráttunni við uppreisnar- og hryðjuverkamenn, sem og takast á við skipulagða glæpastarfsemi. Stjórnin verður að semja nýja stjórnarskrá í samstarfi við þingið en sá starfi hefur gengið illa og þykir víst að sótt verði um frest til að leggja stjórnarskrárfrumvarpið fram til þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda á nýjar þingkosningar í Írak í desember næstkomandi.
Erlent Fréttir Írak Stj.mál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira