Innlent

Steypuvinnan að hefjast

Prufusteypa á einingum í byggingu álverksmiðjunnar fyrir austan stóð yfir í einingaverksmiðju BM Vallár á Reyðarfirði í síðustu viku og hefst steypuvinnan á fullu í næstu viku. Um 12-15 manns starfa að jafnaði í einingaverksmiðjunni. Víglundur Þorsteinsson, starfandi stjórnarformaður BM Vallár, segir að undirbúningurinn hafi verið flókinn og langur. BM Vallá keypti húsnæði á Reyðarfirði árið 2003 og hefur nú byggt þar upp verksmiðju. Verksmiðjan framleiðir steypu á Reyðarfirði og við Kárahnjúka, hefur alla sementsdreifingu fyrir virkjanaframkvæmdirnar á Kárahnjúkum á sinni hendi og selur fylliefni og fleira. Þetta er til viðbótar við þá steypustöð sem Bechtel er sjálft með. "Við erum með umfangsmikla starfsemi hérna. Hér á Austurlandi starfa nú um 35 manns," segir Víglundur. Gert er ráð fyrir að ársvelta BM Vallár á Austurlandi nái um einum milljarði á þessu ári og svipaðri veltu á því næsta. Það gerir um fjórðung af veltu fyrirtækisins 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×