Innlent

Fyrsti malbikunaráfangi kominn

Fyrsti malbikunaráfanganum í göngunum milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar var lokið í síðustu viku. Þar með hafa 40 prósent af göngunum verið malbikuð frá endanum Fáskrúðsfjarðar megin. Næsti malbiksáfangi fer í gang eftir hvítasunnu og lýkur tíu dögum síðar. Síðasti áfanginn í gegnum munnann við Reyðarfjörð verður ekki malbikaður fyrr en um miðjan júní. Verið er að gera göngin klár til að malbika þau, ljúka bergstyrkingum og leggja drenlagnir í gegnum göngin og byggja upp veginn. Vegurinn verður svo malbikaður. Í framhaldi af því verður unnið með raflagnir og lýsingu og loftræstingu sem farið verður í gang með á næstunni. Verið er að steypa vegskálann Reyðarfjarðarmegin og tekur sú vinna fjórar til fimm vikur til viðbótar. Gísli Guðmundsson stöðvarstjóri segir að heilmikil vegavinna sé eftir í göngunum og fyrir utan þau. "Við verðum í því fram á haust að klára þessa vegi. Það á að leggja klæðningu á þá líka," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×