Innlent

Sjóbrotsmaður klárar túrinn

"Ég er hvergi banginn þótt illa hafi farið síðast," segir Kjartan Jakob Hauksson sem hyggst nú klára siglingu sína umhverfis landið. Fyrir tveimur árum gerði hann síðustu tilraun en henni lauk með brotlendingu í Rekavík norður af Bolungarvík en þá hafði hann siglt frá Reykjavík. Á sjómannadaginn 5. júní ætlar hann að taka upp þráðinn aftur og leggja af stað frá Bolungarvík og sigla þrjúþúsund kílometra leið til Reykjavíkur og loka þar með hringnum. Hann áætlar að ferðin taki sex til átta vikur. "Nú verð ég á mun hraðskreiðari bát sem getur brotið öldurnar svo ég fái ekki brimið á mig og brjóti bátinn líkt og gerðist síðast," segir kappinn. Einnig er líklegt að veðrið muni vera hagstæðara að þessu sinni en síðast hófst ferðin í lok ágúst og var haustlægðin komin á kreik. Á meðan á ferðinni stendur mun Sjálfsbjörg safna fjármagni í svokallaðan Hjálparliðasjóð en félagið vil vekja athygli á möguleikum hreyfihamlaðra við þetta tækifæri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×