Innlent

Endur í KEA-hretinu

"Þetta er bara hið árlega KEA-hret," sagði lögreglan á Ólafsfirði um snjóinn sem kyngdi niður í gær. Til frekari útskýringa standa margir Norðlendingar í þeirri trú að það snjói alltaf þegar KEA heldur vorfund sinn. "Ég held þeir hafi verið að funda í gær og það fór bara allt á kaf," sagði einn viðmælandi Fréttablaðsins fyrir norðan. Á Austfjörðum lentu nokkrir bílstjórar í vandræðum í snjónum þar sem flestir voru komnir á sumardekk eins og lög gera ráð fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×