Innlent

Kröfurnar ítrekaðar í bréfi

Forsvarsmenn Almennings ehf., félags um kaup almennings á Landssíma Íslands, skrifuðu einkavæðingarnefnd bréf í gærkvöld og ítrekuðu kröfu sína um að fá upplýsingar til að geta metið og tekið upplýsta afstöðu við gerð tilboða í Símann. Orri Vigfússon, fulltrúi Almennings ehf., segir að aðeins sé óskað eftir þeim upplýsingum sem nauðsynlegar séu. Ekkert svar hafi verið gefið en búast megi við að það liggi fyrir eftir fund einkavæðingarnefndar á miðvikudag. Agnes Bragadóttir og Orri Vigfússon, fulltrúar Almennings ehf., fóru á fund nefndarinnar í viðskiptaráðuneytinu í gærmorgun og afhentu þar umboð frá 1.800 einstaklingum um að fá afhent gögn framkvæmdanefndarinnar og Morgan Stanley um sölu Símans. "Við buðum upp á samvinnu með hvaða hætti þetta verður gert, á rafrænan hátt eða annan. Svo ræddum við líka tímapressuna," segir Orri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×