Innlent

Flokkurinn stofnaður í ótta

Málþing um Jónas Jónsson frá Hriflu var haldið af Viðskiptaháskólanum á Bifröst og Framsóknarflokknum í skólanum 1. maí í tilefni af 120 ára fæðingarafmæli Jónasar. "Sjálfstæðisflokkurinn varð til vegna þess ótta sem menn höfðu af Jónasi og þeirri þróun sem orðin var undir hans leiðsögn," sagði Guðjón Friðriksson sagnfræðingur í fyrirlestri sínum á málþinginu. Á þinginu var fjallað um Jónas annars vegar sem stjórnmálamann og hins vegar sem skólamann en hann var að mörgu leyti frumkvöðull í skólamálum. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sat þingið og flutti erindi en brást ekki við þessum ummælum Guðjóns. "Hann kom hins vegar inn á hversu framsýnn Jónas var í utanríkisstefnu hvað varðar samning við bandaríska herliðið," segir Bárður Örn Gunnarsson, kynningar- og markaðsfulltrúi Viðskiptaháskólans. "Þetta var opinn fyrirlestur og ummæli Guðjóns brunnu mest á fólki en Halldór blandaði sér ekki í þá umræðu," bætir Bárður við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×