Innlent

Sniglar fagna vori

Sniglar, Bifhjólasamtök lýðveldisins, stóðu sem endranær fyrir hópakstri bifhjólamanna um Reykjavík á fyrsta maí. Um 300 vélfákaknapar mættu niður á Granda um miðjan daginn og héldu í halarófu sem leið lá austur í gegnum borgina og víðar um höfuðborgarsvæðið. Með hópakstrinum vilja Sniglarnir meðal annars minna bílaökumenn á að nú er bifhjólavertíðin hafin eftir vetrardvalann. Íslenskum bifhjólaeigendum fer sífjölgandi. Það sem af er þessu ári hafa hátt í sex hundruð hjól verið flutt til landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×