Bilið í Bretlandi virðist minnka 3. maí 2005 00:01 Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing. Eitt þeirra svæða sem hefur töluverð áhrif á útkomuna er Skotland. Þar er Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 á ferð, og segir hún að breska góðærið, sem er aðalkosningamál Verkamannaflokksins, hafi ekki skilað sér alla leið norður. Skotland nýtur ákveðinnar sérstöðu; þeir hafa eigið þing og sjá sjálfir um að reka sitt mennta- og heilbrigðiskerfi. London sér um utanríkis- og varnarmál, og efnahagsmálin að því leyti að þar er ákveðið hversu miklum peningum skuli veitt norður til Skotlands. Síðan sjá Skotar sjálfir um að skera kökuna og útdeila þessum peningum. Verkamannaflokkurinn er hefðbundið langstærsti flokkurinn í Skotlandi en honum er ákveðinn vandi á höndum núna. Blair og Brown hampa sér á efnhagsmálunum og ætla sér að vinna kosningarnar á góðu efnhaglegu gengi Bretlands. Skotar finna hins vegar lítið fyrir þessu. Það er meiri fátækt og atvinnuleysi í Skotlandi en annars staðar á Bretlandi. Það er kannski engin furða að Skoski þjóðernisflokkurinn í smábænum Paisley, skammt fyrir utan Glasgow, spyrji: Hvar er góðærið? Nicola Sturgeon, varaformaður flokksins, segir efnahagslífið í Skotlandi hafa dregist aftur úr öðrum hlutum Bretlands. Þar sé minnsti hagvöxtur í öllu Evrópusambandinu og því verði að fá skoska efnahagsstefnu sem sé samkeppnisfær og hún verði ekki fengin innan Bretlands. Sturgeon segir líklegra að hún fáist með sjálfstæðri skoskri ríkisstjórn sem taki réttar ákvarðanir fyrir Skotland og efnahagslífið þar. Nýjar skoðanakannanir sýna að um helmingur Skota styður sjálfstæði en sá stuðningur skilar sér hins vegar ekki að fullu til Skoska þjóðernisflokksins. Kannanir benda þó til að flokkurinn njóti næst mest fylgis meðal Skota, eða 21%, á eftir Verkamannaflokknum sem er með 40% fylgi. Þriðji stærsti flokkurinn í Skotlandi eru Frjálslyndir með 17% fylgi og Íhaldsflokkurinn rekur lestina með 16% fylgi. Sumir benda líka á að kannski sé hægt að kenna Skotum sjálfum að einhverju leyti um hversu aftarlega þeir eru á merinni, þar sem þeim hafi svo sannarlega ekki að öllu leyti tekist vel upp við að stjórna sínum málum. Pétur Berg Matthíasson, stjórnmálafræðingur í Edinborg, segir að aftur á móti hafa Skotar fengið mjög rausnarlegar fjárhæðir í heilbrigðismál og menntamál en þar hefur verið þó nokkur óstjórn, sérstaklega í heilbrigðismálum þar sem þeir fá 20% meira á hvern haus en í Englandi en þrátt fyrir það eru biðlistar helmingi lengri.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira