36% Breta enn óákveðin 3. maí 2005 00:01 Þrjátíu og sex prósent Breta segjast ekki enn hafa ákveðið hvað þeir ætla að kjósa þegar þeir koma inn í kjörklefann á fimmtudaginn. Þetta er svo hátt hlutfall að það gæti haft áhrif á annars örugga stöðu Blairs í kosningunum. Blair svarar þessu ekki með því að ráðast á höfuðandstæðinginn Íhaldsflokkinn heldur Frjálslynda. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Bretlandi og fylgist þar með kosningabaráttunni. Þó aðeins tveir dagar séu í kosningar hér í Bretlandi þá virðist áhugi manna á kosningunum ekki ýkja mikill og sem dæmi má taka að fæst dagblöð slá kosningamálum upp á forsíðum sínum í dag. Undantekningin er Íraksmálið sem lætur Tony Blair ekki í friði. Anthony Wakefield, 24 ára breskur hermaður frá Staffordsskíri, lét lífið í sprengjuárás í suðurhluta Íraks í gær og þá eru þeir orðnir áttatíu og sjö Bretarnir sem hafa dáið í Írak. Pólitískir andstæðingar Blairs, þeir Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Charles Kennedy, formaður Frjálslyndra demókrata, hafa passað sig á því að nota ekki dauða Wakefields sjálfum sér til framdráttar. Ekkjan hefur hins vegar birst í öllum fjölmiðlum og hún er ekki að liggja á þeirri skoðun sinni að það sé Blair að kenna að Wakefield dó í Írak, frá sér og þremur ungum börnum. Þetta mál gæti haft skaðleg áhrif á stöðu Blairs nú á lokasprettinum. Þvert ofan í fyrri spár þá benda skoðanakannanir til að Írak sé að hafa meiri áhrif á kjósendur en áður var talið. Financial Times birti í dag athyglisverða könnun sem sýnir að ellefu prósent Breta segjast hafa hætt við að kjósa Verkamannaflokkinn út af Íraksmálinu og heil þrjátíu og sex prósent segjast enn vera að hugsa um að skipta um skoðun. Þetta er mun meiri óákveðni en í fyrri kosningum og gæti haft áhrif á útkomuna. Blair hefur í dag brugðist við með því að fara í hart gegn Frjálslyndum demókrötum. Frjálslyndir eru að vinna yfir marga óánægða kjósendur Verkamannaflokksins, sérstaklega þá sem eru á móti Íraksstríðinu. Bardagalína Blairs nú er: "Kjósið Frjálslynda og viti menn, það gæti orðið til þess að Íhaldsflokkurinn kemst til valda og ekki viljið þið það." Annars virðist Blair sigla fremur lygnan sjó, kannanir sýna að hann hefur allt að 10% forskot á Íhaldsflokkinn sem myndi þýða um 150 sæta meirihluta á þinginu. Það er líka vert að hafa það í huga að breska kosningakerfið, sem er byggt á einmenningskjördæmum en ekki hlutfallskosningu, virkar þannig að Íhaldsflokkurinn þyrfti að fá 8-11% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn til þess eins að ná meirihluta á breska þinginu. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Þrjátíu og sex prósent Breta segjast ekki enn hafa ákveðið hvað þeir ætla að kjósa þegar þeir koma inn í kjörklefann á fimmtudaginn. Þetta er svo hátt hlutfall að það gæti haft áhrif á annars örugga stöðu Blairs í kosningunum. Blair svarar þessu ekki með því að ráðast á höfuðandstæðinginn Íhaldsflokkinn heldur Frjálslynda. Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, er í Bretlandi og fylgist þar með kosningabaráttunni. Þó aðeins tveir dagar séu í kosningar hér í Bretlandi þá virðist áhugi manna á kosningunum ekki ýkja mikill og sem dæmi má taka að fæst dagblöð slá kosningamálum upp á forsíðum sínum í dag. Undantekningin er Íraksmálið sem lætur Tony Blair ekki í friði. Anthony Wakefield, 24 ára breskur hermaður frá Staffordsskíri, lét lífið í sprengjuárás í suðurhluta Íraks í gær og þá eru þeir orðnir áttatíu og sjö Bretarnir sem hafa dáið í Írak. Pólitískir andstæðingar Blairs, þeir Michael Howard, leiðtogi Íhaldsflokksins, og Charles Kennedy, formaður Frjálslyndra demókrata, hafa passað sig á því að nota ekki dauða Wakefields sjálfum sér til framdráttar. Ekkjan hefur hins vegar birst í öllum fjölmiðlum og hún er ekki að liggja á þeirri skoðun sinni að það sé Blair að kenna að Wakefield dó í Írak, frá sér og þremur ungum börnum. Þetta mál gæti haft skaðleg áhrif á stöðu Blairs nú á lokasprettinum. Þvert ofan í fyrri spár þá benda skoðanakannanir til að Írak sé að hafa meiri áhrif á kjósendur en áður var talið. Financial Times birti í dag athyglisverða könnun sem sýnir að ellefu prósent Breta segjast hafa hætt við að kjósa Verkamannaflokkinn út af Íraksmálinu og heil þrjátíu og sex prósent segjast enn vera að hugsa um að skipta um skoðun. Þetta er mun meiri óákveðni en í fyrri kosningum og gæti haft áhrif á útkomuna. Blair hefur í dag brugðist við með því að fara í hart gegn Frjálslyndum demókrötum. Frjálslyndir eru að vinna yfir marga óánægða kjósendur Verkamannaflokksins, sérstaklega þá sem eru á móti Íraksstríðinu. Bardagalína Blairs nú er: "Kjósið Frjálslynda og viti menn, það gæti orðið til þess að Íhaldsflokkurinn kemst til valda og ekki viljið þið það." Annars virðist Blair sigla fremur lygnan sjó, kannanir sýna að hann hefur allt að 10% forskot á Íhaldsflokkinn sem myndi þýða um 150 sæta meirihluta á þinginu. Það er líka vert að hafa það í huga að breska kosningakerfið, sem er byggt á einmenningskjördæmum en ekki hlutfallskosningu, virkar þannig að Íhaldsflokkurinn þyrfti að fá 8-11% meira fylgi en Verkamannaflokkurinn til þess eins að ná meirihluta á breska þinginu.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira