Innlent

Hiti yfir meðallagi

Hiti var vel yfir meðallagi síðari hluta apríl, að tveimur síðustu dögunum undanskildum, samkvæmt samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings. Aprílmánuður var bæði hlýrri og vætusamari í Reykjavík en í meðalári. Meðalhiti var 4,2 stig sem er 1,3 stigum yfir meðallagi en samt kaldara en síðustu tvö ár. Mestur mældist hitinn fjórtán gráður og hefur svo hár hiti ekki mælst í Reykjavík í apríl síðan 1965. Þá var úrkoma þriðjungi meiri en í meðalári. Meðalhitinn á Akureyri var 2,9 stig, 1,3 stigi hlýrri en í meðalári, og úrkoma í rétt tæpu meðallagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×