Innlent

70 milljóna halli á borgarsjóði

Rúmlega 70 milljóna króna halli varð á rekstri borgarsjóðs, svokölluðum A-hluta, sem er sú starfsemi borgarinnar sem fjármögnuð er með skatttekjum. 5,1 milljarðs króna hagnaður varð aftur á móti af heildarrekstri Reykjavíkurborgar, eða af fyrirtækjum sem að hálfu eða meirihluta eru í eigu borgarinnar. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004 er til fyrri umræðu í borgarstjórn í dag. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn segja að ársreikningurinn endurspegli þá staðreynd að áfram sé haldið á braut skuldasöfnunar. Skuldasöfnunin sé stöðug, þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi nú í fyrsta sinn nýtt sér heimild til hámarksútvsvars, innheimt hærri fasteignagjöld en nokkru sinni áður og hagnast um mörg hundruð milljónir á lóðasölu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×