Veik fyrir hvítum fötum 4. maí 2005 00:01 Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona á sér nokkrar uppáhaldsflíkur en það sem stendur upp úr eru nokkrar gamlar flíkur sem eiga sér skemmtilega sögu. "Rúskinnsjakkinn með loðkraganum sem Hilda móðursystir mín átti er í miklu uppáhaldi sem og gullhælaskór frá ömmu vinkonu minnar, þeir eru örugglega eina parið í heiminum sinnar tegundar og eru alveg æðislegir. Ég er alltaf svolítið veik fyrir hvíta litnum og brúnum tónum og verð þá að minnast á brúna pilsið mitt frá Karen Millen sem er skreytt perlum og glingri, mjög fallegt og þægilegt. Blúndupilsið úr Spútnik er líka algjört uppáhalds. Ég hugsa nú samt ekki mikið um tískuna og mér líður eiginlega best í útigalla uppí sveit, en þegar kemur að fatainnkaupum er ég hrifnust af svolítið sérstökum hlutum sem finnast á mörkuðum í útlöndum og ég vonast til að komast á einn slíkan í sumar."Um þessar mundir er Arnbjörg að leika í barnaleikritinu Klaufar og kóngsdætur, er í tökum á nýrri stuttmynd og mörg önnur skemmtileg verkefni eru framundan. Mestan tíma taka þó æfingar fyrir Eurovisionkeppnina í Kænugarði þann 19. maí en þar mun Arnbjörg stíga á svið með Selmu, dönsurunum Álfrúnu, Lovísu og Aðalheiði og bakraddasöngkonunni Regínu Ósk. Hópurinn er farinn að hlakka til enda styttist óðum í að hann fljúgi yfir hafið til Úkraínu og kynni framlag Íslendinga til keppninnar í ár. Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Arnbjörg Hlíf Valsdóttir leikkona á sér nokkrar uppáhaldsflíkur en það sem stendur upp úr eru nokkrar gamlar flíkur sem eiga sér skemmtilega sögu. "Rúskinnsjakkinn með loðkraganum sem Hilda móðursystir mín átti er í miklu uppáhaldi sem og gullhælaskór frá ömmu vinkonu minnar, þeir eru örugglega eina parið í heiminum sinnar tegundar og eru alveg æðislegir. Ég er alltaf svolítið veik fyrir hvíta litnum og brúnum tónum og verð þá að minnast á brúna pilsið mitt frá Karen Millen sem er skreytt perlum og glingri, mjög fallegt og þægilegt. Blúndupilsið úr Spútnik er líka algjört uppáhalds. Ég hugsa nú samt ekki mikið um tískuna og mér líður eiginlega best í útigalla uppí sveit, en þegar kemur að fatainnkaupum er ég hrifnust af svolítið sérstökum hlutum sem finnast á mörkuðum í útlöndum og ég vonast til að komast á einn slíkan í sumar."Um þessar mundir er Arnbjörg að leika í barnaleikritinu Klaufar og kóngsdætur, er í tökum á nýrri stuttmynd og mörg önnur skemmtileg verkefni eru framundan. Mestan tíma taka þó æfingar fyrir Eurovisionkeppnina í Kænugarði þann 19. maí en þar mun Arnbjörg stíga á svið með Selmu, dönsurunum Álfrúnu, Lovísu og Aðalheiði og bakraddasöngkonunni Regínu Ósk. Hópurinn er farinn að hlakka til enda styttist óðum í að hann fljúgi yfir hafið til Úkraínu og kynni framlag Íslendinga til keppninnar í ár.
Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira